Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 23
Skattamal 25
3. Hann má ekki hindra framleiðsluna nema sem allra
minnst.
4. Hann má ekki hafa siðspillandi áhrif með því að
freista manna til að fara í kringum lögin til þess
að komast hjá að gjalda hann.
Hvernig uppfylla tollarnir þessi skilyrði?
Við skulum nú athuga það og byrja á aðflutnings-
gjaidinu.
1. Kemur aðflutningsgjaidið réttlátlega niður?
Flestir munu játa, að sú tilhögun á skattgreiðslu
sé réttlát og eðlileg, að sá, sem er þann veg sett-
ur í þjóðfélaginu, að hann hefir mikið fé til um-
ráða eða miklar tekjur, greiði meiri skatt en fá-
tæklingurinn, sem hefir með naumindum lífsnauð-
synjar sínar. Með öðrum orðum: að menn greiði
skattana sem mest eptir efnurn og ástæðunú
Með því að leggja toll á aðflutta vöru, fer því
allfjarri, að þeirrar reglu sé gætt, því að þá er
gjaldið lagt' á útgjöld (eyðslu) en ekki á tekjur.
Dæmi: Fátækur barnamaður, bóndi í sveit eða
daglaunamaður í kaupstað, þarf eins mikið eða
meira til heimilis síns eins og efnaður bóndi barn-
laus eða ríkur kaupniaður eða hálaunaður embætt-
ismaður. Hann verður því að gjalda eins mikinn
toll og hinir eða meiri. Ef hann gjörir það eigi, er
það af þeim ástæðum, að hann verður fyrir fá-
tæktar sakir að neita sér um öll lífsþægindi og
jafnvel ýmsar nauðsynjar.
þetta er ranglátt, því að þeir, sem njóta þjóðar-
auðsins, eiga að bera þjóðarútgjöldin.
2- Er innheimta aðflutningsgjaldsins einföld og ódýr?
Og leggst það beint á gjaldendur?
Þessum spurningum verður að svara neitandi.
Dæmi: Heildsali í Reykjavík kaupir birgðir af
tollskyldum vörum og greiðir toll af þeim. Hann
selur vörumar smásöluverzlunum. Hann leggur á