Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 41
43
Henry George og jafnaðarmenskcm
guðleysisáttina og er losalegri og samhengislausari en
nokkur önnur lífsskoðun, sem eg þekki til. Mannkynið
er til — en hvernig til orðið er látið ósagt — og verð-
ur að laga veröldina til handa sér, koma skipun á alla
þá ringulreið, sem í henni er. Hún kannast ekki við
neitt réttarkerfi fyrir einstaklinginn til þess að ákvarða,
hvað frelsi einstaklingsins geti náð langt, og setur eng-
ar reglur fyrir, að hve miklu leyti ríkið má takmarka það.
Og úr því að einstaklingurinn hefur enga frumreglu til
þess að binda sig við, þá getur þjóðfélagið heldur ekki
haft hana. Hvernig menn hafa farið að kalla slíkan sam-
setning vísindi og hvernig nokkrir menn hafa orðið til
að gerast fylgismenn hans, verður helzt að eigna þess-
um »meinlega fimleika að rubba upp bókum hugsunar-
laust« og þeirri list þýzkra lærdómsmanna, að ransaka
smámuni án þéss að hafa neina frumsetningu á bak við
og láta svo flakka, og svo þessum aragrúa af embættis-
mönnum, sem þetta skriffinskuskipulag hefur í för með
sér. Stjórnin hefur ofsótt stefnuna, og hún hefur gengið
í samband við atvinnufélög, og hefur þetta hvorttveggja
orðið til þess, að hún hefur náð feiknaútbreiðslu í Pýzka-
landi og margir hafa hallazt mjög að henni á Englandi
og víðar.
2. Samvinna. Staðleysur jafnaðarmenskunnar.
(Sama rit III., 10.)
jskip og járnbrautir vorrar tíðar er afurð af .menningu
hennar, eftirsókn einstaklinganna að vinna saman; en
það er einmitt aðaleinkunn menningarinnar nú þessi
ósjálfráða samvinna, sem ekki myndast fyrir mannastjórn
að utanfrá, heldur vex eins og að innanfrá við það að
einstaklingarnir taka sér framsóknarstefnu þannig, að
hver maður reynir að fullnægja sinni þrá. Hvaða mann-
legur drottinvaldur sem væri megnaði ekki að koma upp