Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 60
62 Re'ttur
lausl, og svo gleymdi hann miklu af torfærunum á
leiðinni.
Mörgum gömlum félögum Guðjóns þótti hann fara of
geyst í þessu máli og fleirum, og sökuðu hann um of-
stæki (fanatisme), og það ekki að ástæðulausu. En or-
sakirnar liggja í augum uppi. Guðjón var alveg laus við
allan efa um réttmæti skoðana sinna. Og þær voru auk
þess ekki einungis heilaskoðanir, heldur líka hjartansmál.
Pær voru ekki einungis skoðanir, sem hann hafði tekið
að sér að styðja, heldur studdist hann sjálfur við þær í
lífsbaráttu sinni. f*ær voru börn hans, vonir hans og
heimur. Var það undarlegt, að hann tæki fast á vörn-
inni? Hann fór jafnvel svo langt, að hann gerði það að
vináttuskilyrði, að menn væru honum sammála í helztu
málum. Maðurinn og skoðanirnar urðu honum eitt og
maður með vondar (þ. e. a. s. aðrar) skoðanir um leið
vondur maður. Veiki hans mun líka hafa gert skapið
vandstiltara og örðugra fyrir hann að þola andmæli.
VI.
Síðustu ár sín í Höfn, einkum 1909—10, var Guðjón
minna en áður með stúdentum, og þegar hann hitti þá
sló oft í deilur. Skoðanirnar voru ólíkar og gengu lítt
saman, og sjálfsagt hefur hann oft fundið, að þarna var
hann að sóa kröftum til ónýtis. Hann sneri sér þá að
íslenzkum iðnaðarmönnum og öðru »ólærðu« fólki, og
þar fann hann oft þá hlýju og samúð, sem hann þurfti
með og saknaði hjá félögum sínum, og um leið hugs-
unarhátt, sem var meira að hans skapi. Hugsjónir hans
um alþýðumentun, jafnrétti o. fl. féllu þar í betra jarð-
veg, og kennaraeðli Guðjóns kom fram í því, að hann
vildi gjarnan tala við fólk, sem hlustaði á og samsinti
án þess að geta lagt nokkuð að mörkum sjálft. Hann
fann líka oft, að þarna var hann að gera gagn, veita
fræðslu og hugsunum inn í þyrstar sálir. Enda mun