Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 34
36
Réttur
stefnu« muni hafa »hleypt tímaritinu af stokkunum*. —
Þessar stefnur segið þér að séu bygðar á ritum þeirra
Karl Marx og Henry George, sem séu þó hvert öðru
andstæð og engin smáræði, sem á milli beri.
F*að er nú engin smáræðis þekking og skilningur, sem
þér, með þessum skýringum yðar og útlistunum, veitið
þeim lesendum yðar, sem ekkert þekkja þessar stefnur
áður, og þér vitið, að þeir eru margir hér á landi. Og
mikið megum vér »Réttar«-menn vera yður þakklátir fyr-
ir svona vísindalegan og nákvæman »leiðara« til skiln-
ings á riti voru og þessum »stefnum«!
Rað lítur samt svo út, sem þér ekki teljið aðra menn
sósíalista en rétttrúaða lærisveina Karl Marx. Öðruvísi
verða orð yðar ekki skilin. Og með hvaða rétti teljið
þér höfundana í >;Rétti« til þeirra manna?
Eins og nafnið »sósíalistar« nú er viðhaft, þá nær það
yfir nær því óteljandi og mismunandi róttækar (radikalar)
jafnaðarstefnur, alt frá níhílistunum rússnesku og komm-
únistunum og syndikilistunum á Frakklandi, til vísinda-
mannanna Krapotkins og Laveley, að meðtöldum verk-
manna- og stéttafélögum, og jafnvel samvinnumönrium
og Georgistum, því alt eru þetta jafnaðarstefnur, sem
miða, eins og þér sjálfur viðurkennið, allar á sama mark-
ið, meiri mannrétt, meira jafnrétti og réttlæti í félagslíf-
inu, manna og þjóða á milli, enda nálgast þessar stefn-
ur hver aðra óðum á síðustu tímum, til samvinnu um
sameiginleg málefni. Rað er því fremur lítið og óákveð-
ið sagt með því um einhvern mann, þótt sagt sé að
hann sé »sósíalisti« eða »jafnaðarmaður«. Sem dæmi
þess má nefna, að í hinum pólitísku deilum Dana, sem
þér líklega þekkið eitthvað til, er talsverður greinarmun-
ur gerður milli sósíalista og sósíal-demókrata, en blaðið
»SociaI-Demokraten« er blað sósíalista í Danmörku.
Ein af fullyrðingum yðar er það, að skoðanir og trú-
arkreddur þessara flokka, sem þér gérið að umtalsefni,
geri þá »einstrengingslega og óbilgjarna gagnvart annara