Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 68
70
Réttur
vera að skilja, að eins var það með forlög mannsins.
Ef hann getur fundið stað fyrir utan sjálfan sig að
standa á, þá getur hann verið fyrir ofan forlögin, hann
getur stjórnað þungamiðjunni í lífi sínu.
Hvers vegna hafði ógæfan orðið honum svo þungbær
í fyrstu? Af því að hugur hans var of bundinn við sjálf-
an hann. Nú var hann búinn að læra, að hann var einn
af dropunum í fossinum, og forlög allra hinna dropanna
komu honum við. Hann hafði gert mál smælingjanna að
sínu máli, örðugleikar þeirra voru áhyggjuefni hans,
sigrar þeirra og framsókn gleði hans.
En var hann ekki búinn að leysa þarna eitt af örðug-
ustu reikningsdæmum tilverunnar á sinn hátt? Og átti
ráðningin ekki erindi til fleiri? Hann hugsaði um félaga
sína gömlu. Voru þeir ekki altof bundnir við eigin hags-
muni. Þeir trúðu á mátt og megin, en sú trú er bygð á
sandi. Var ekki þetta vátryggingin, sem þeir þurftu: að
finna stað fyrir utan sjálfa sig að standa á. Og höfðu
ekki margir þeirra aldrei kynst sömu hreinu gleðinni og
hann í dag — af því að einhverjir persónulegir smá-
munir voru aitaf að þvælast fyrir þeim?
Erum við ekki allir vesalings bátar úti á reginhafi?
Öldurnar geta leikið sér að okkur eins og köttur að
músum. Við erum varnarlausir fyrir því ofurefli. Og sé
allur hugurinn við okkur sjálfa og það sem í bátnum
er, þá granda öldurnar sálinni jafnt og líkamanum.
En — það er fleira til en við. Aðrir bátar — líka stór-
ir drekar og sterk meginlönd.
Reyndu að festa hugann við eitthvað af þessu. Undir
eins og þú hefur fest hann við annan bát en þinn, er
nokkru borgið. Að vísu getur þeim bát hlekst á, en
sorgin yfir annari manneskju er altaf göfugri en sorgin
yfir sjálfum sér, því að hún víkkar og dýpkar sálina. Og
svo dregur hún hugann frá eigin andstreymi.
En helzt áttu líka að festa ást þína á einhverjum drek-
anum, sem ristir hafið: einhverri nýrri og mikilli hug-