Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 105
Auðsjafnaðarkenningar
107
— — Þau tvö skipulagsform, sem nú hafa skýrð ver-
ið, fela í sér fult (faktiskt) svar jafnaðarmanna, í fram-
kvæmdinni, við þeirri spurningu, sem skotið var fram í
byrjun þessarar ritgerðar.
En þá kem eg að þriðju úrlausninni, sem á að sýna
hverskonar tekjur eða arður tilheyri þjóðarbúinu, og á
hvern hátt hann verði tekinn, svo að einstaklingarnir séu
eigi órétti beittir, en árangur og afleiðingar verði í fullu
samræmi við hinar stefnurnar, án nokkurs áreksturs.
Þetta verður að nást með réttlátum skattgjöldum, í svo
fábrotnu kerfi og hagfeldri niðurskipun sem unt er.
Frá eðlisréttarlegu sjónarmiði skoðað, eiga gjöldin til
þjóðarbúsins eingöngu að hvíla á þeim náttúruauð, sem
einstaklingarnir geta nótað sér, óg þjóðfélagið í heild
sinni hefir numið og gert nothæft. Landleigu- eða jarð-
skattsstefnan virðist þá fara næst sanni. Sýnir hún fram
á að náttúran sé uppspretta auðsins, en vinnan gerir
uppsprettuna nothæfa og margfaldar verðgildi hennar.
Jörðin og vinnan eru grundvallarskilyrði framleiðslunnar.
Sá hluti arðsins, sem jörðin gefur, og er að þakka nátt-
úruskilyrðum, opinberum umbótum og framþróun þjóð-
félagsins — hann er eign allrar þjóðarinnar. Hinn hluti
arðsins, sem vinnan hefir skapað eða byggingar og rækt-
unarumbætur einstaklinga, á aftur á móti að vera skatt-
frjáls eign hvers manns. Hlutverk skattalöggjafarinnar er
að skifta þessu réttlátlega milli þjóðarinnar og einstakl-
inganna eða ákveða hluta þjóðarinnar. En hann er land-
leigan, rentan af verði jarða og lóða. Víðasthvar hefir al-
gerlega verið brotið í bág við þetta. Vinnan, verkalýðurinn,
verið fráskilin og sviftur jarðarafnotum, en einstakir
menn og stéttir hirt jarðarleiguna, og skilað þjóðinni
litlu eða engu af henni. Eg hefi að framan sýnt að þetta
er ein aðalorsök fátæktar og misræmis í þjóðfélaginu.
Fylgismenn landleigustefnunnar hafa bent á ýmsar
leiðir til þess að tryggja þjóðarbúinu sinn rétta hlut.
Nokkrir vilja samkvæmt skoðunum og kenningum Stuart