Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 66
68
Re'ttur
tæka tí&, að mér ferst ekki að rita þesskonar. Mig skort-
ir andríki. Og er aumt að vera bæði hugsunarlaus og
mállaus« (ísafirði, 23. des., 1910).
Ég ætla nú að gerast svo djarfur að reyna að fylla í
eyðurnar í þessari frásögn.
Mér er sem ég sjái Ouðjón reika þarna í Slotsskogen,
þar sem landið sumsstaðar er prytt með ailri snild garð-
listarinnar og á öðrum stöðum látið haldast óbreytteins
og það var frá náttúrunnar hetidi. Pað var sólskin og
sumarhiti, og þó svali utan frá sjónum og forsæla und-
ir trjánum. Hann var alt í einu svo opinn fyrir sólskin-
inu og öllu .sem var í kringum hatin, alt varð eitthvað
svo dásamlegt. Og hvað var þetta! Sem hann var þarna
lifandi voru álftirnar á tjörninni kolsvartar!
Éegar álftin verður svört og hrafninn hvítur, þá ber
eitthvað merkilegt við. En hvað gat borið við núna?
Hann gekk upp á hæðina og kom að Smálandsstug-
an, Ijómandi fallegum bóndabæ, sem hefur verið fluttur
sunnan úr Smálöndum með öllum sínum gögnum og
gæðum. Og meira en bærinn, líka stúlkan, sem sýnir
hann og gengur í þjóðbúningi. Þarna var meira að segja
manneskja að tala við.
Þau ltöfðu gengið um allan bæinn og stúlkan útlist-
að hvern hlut með einstakri nákvæmni. Nú stóð hún
við lokrekkjuna hjónanna og hélt áfram með sömu al-
vörunni:
»— — já, og þarna, ser herr’n, uppi í gaflinum er dá-
lítill skápur, ekki hærra en svo að hægt er að seilast
upp í hann með því að rísa upp í rúminu. Þar
geymdi bóndinn brennivínspela, svo að hann skyldi
ekki þurfa að fara ofan á nóttunni til þess að fá sér í
staupinu — —.«
Guðjón hló, skellihló. Hann var í ágætisskapi. Og svo
kvaddi hann stúlkuna með virktum og stakk peningi í
lófann á henni.
En nokkru seinna þegar hann sat á bekk niður við