Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 38
40
Réttur
allra umbóta, allra framfara í öllum greinum. Því hvenær
verður sagt, að nú hafi mannvitið sagt sitt síðasta orð
um mannleg efni? Vér lítum svo á, að einmitt í þeim
skoðunum og stefnum, sem ekki eru komin inn í fræða-
kerfi skólanna eða hagstofanna, séu fólgnar allar fram-
tíðarumbætur, og að án þeirra yrðu öll fræðakerfi skól:
anna að trénuðum lífsmyndum innan kínverskra múra.
Ég tel víst, að þér hafið ritað þessa »ritfregn« yðar
til þess, að leiðbeina fáfróðri alþýðu, vara hana við villu-
kenningum »Réttar«, og máske líka til þess, að sýna
mönnum vísindamannsyfirburði yðar yfir höfunda hans.
En satt að segja finnst mér að ritfregnin bera vott um,
að þrátt fyrir háskóialærdóminn, mundi yður ekki veita
af þeirri fræðslu, sem »Réttur« m^ð tímanum ætti að
veita, ef honum auðnaðist að ná tilgangi sínum, og hann
gæti orðið svo lánsamur, að njóta aðstoðar sannment-
aðra, víðsýnna og ráðvandra manna, sem meta farsæld
°g göfgun mannlífsins meira en nokkuð annað, og leita
þess af einlægni og sannleiksást.
Eins og ég í upphafi tók fram, ætla ég alls ekki með
þessu litla skeyti, að deila við yður um sjálfar skoðan-
irnar, hvorki yðar, né þær sem »Réttur« flytur, og þess
vegna læt ég hér staðar numið með þeirri ósk, að yður
mætti auðnast að vinna gagn þeim umbótamálum, sem
á dagskrá þjóðarinnar koma. En þá held ég að þér þyrft-
uð að taka öðrum tökum á þeim, en þér hafið gert í
»ritfregninni«.
B.J.