Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 16
18
Rétiur
að bækur hans og kenningar höfðu vakið þar miklar
hreyfingar. Árið eftir tókst George þangað ferð á hend-
ur, ásamt konu sinni, þvi að nú orðið gat hann ekkert
farið, nema að hún væri með, til aðstoðar honum. Kall-
aði hann það í gamni brúðkaupsferð þeirra. Kona hans
var fædd í Sidney í Ástralíu. Leið þeirra lá um San
Fransisko. Var þeim tekið þar með opnum örmum og
fagnaðarlátum, og húsfyllir í hvert sinn er hann talaði,
svo að George varð klökkur, er hann bar það í hug-
anum saman við fyrstu samkomur sínar þar yfir hálf-
auðum bekkjum.
Fyrirlestrarferð hans um Ástralíu var sannkölluð sigur-
för. í hálfan fjórða mánuð hélt hann fyrirlestur á hverj-
um degi, menn söfnuðust að honum og hyltu skoðanir
hans. Virtist honum þær hvergi háfa náð eins miklu
gengi og sagði því, að »Ástralía ætti að vera fyrirmynd
heimsins í jarðeignar eða landsskattsmálinu«.
Á heimleiðinni fóru þau hjónin gegnum Rauðahafið
og Miðjarðarhaf til New-Yórk, og höfðu þá ferðast um-
hverfis jörðina.
Um þessar mundir hafði Leo páfi XIII. sent bréf til
allra biskupa, munka og kennimanna katólsku kirkjunnar
um kenningar H. Georges, þar sem ráðist var á þær ó-
þyrmilega. En George svaraði því í hinum ágæta og
skýra ritlingi sínum (»The Condition of Labour«), er þýtt
var á ítölsku ogafhent páfanum. En »hans heilagleiki« lét
ekkert til sín heyra um málið framar.
Annað flugrit skrifaði George á móti H. Spencer, er
þá var sjálfur tekinfi að rífa niður fyrri kenningar sínar
um afnotaréttinn til jarðarinnar. Ritið heitir: Ruglaður
heimspekingur*.
Síðasta bók H. George, er hann vann mikið að, en
fékk þó eigi lokið, heitir »Pjóðfélags-búvísindi« (»The
Science of Political Econoniy«). Pessi bók átti að skýra
hinar einstöku greinar þj^ðmegunarfræðinnar, vera stór
og yfirgripsmikil. Og George hætti störfum við blaðið