Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 77
Neistar
79
að þessar póstleiðir og flutningaaðferð er að verða ó-
möguleg og ósamboðin kröfum menningarþjóðar. Og
kjör hestanna eru oft á annan hátt, en dýravinir
og dýraverndunarfélög ætlast til! — Ferðasögur þeirra,
ef skráðar væri, mundu sjálfsagt eigi mæla með gild-
andi póstferðakerfi. — Það þarf því ramma kyrstöðu
og töluvert af köldum þráa til þess að bera það fram, að
póstflutningurinn geti skrölt framvegis eins og verið hefir.
— — Þessar athuganir, ásamt auknum kröfum þjóð-
arinnar um örari samgöngur, hafa vakið þær tillögur og
breytingar, setn skýrt var frá í 2. hefti »Réttar« f. ár.
— Aðalkjarninn í þessum nýju tillögum er sá, að eitt til
tvö strandferðaskip flytji póstinn með ströndum fram,
smærri skip taki við af þeim á fjörðum og flóum, land-
póstar gangi frá aðalhöfnunum upp um dalina og undir-
lendin í miðhéruðin, en aukapóstar þaðan frá aðalpóst-
afgreiðslustöð út í nágrannasveitir og afdali. Bifreiðar og
»mótorhjól« yrðu notuð þegar auð væri jörð. Hringferð-
ir landpóstanna verði lagðar niður.
Rað hefir verið sýnt með gildum rökum, að þetta
ferðakerfi landpóstanna, sem lýst er í nefndu hefti þessa
tímarits, mundi tiltölulega litlu dýrara en það, sem nú er
í gildi og ef til vill ekkert dýrara, þegar fram liðu stund-
ir. En samgöngurnar aukast og örvast meira en um
helming. Samböndin betri og greiðari, og allar öræfa-
ferðir póstanna, með mannhættu þeirri og hestaníðslu,
er þeim hlýtur jafnan að fylgja, hverfa að fullu og öllu
úr sögunni.
Rjóðin verður að skilja, að hér er umbóta- og fram-
tíðarmál á ferðinni. Hún verður að tileinka sér það, gera
það að sínu máli, og krefjast, sem allra fyrst, af lög-
gjafarvaldinu, breytinga í þá átt, sem bent liefir verið á.
Eg drep enn á þessi atriði í tímaritinu, af því að þau
eiga annað og meira erindi til lesendanna, en að þjóta
einusinni um eyrun.