Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 72
74
Réttur
Stormurinn kyrrir, regnið þverrar; eg spretti tjald-
skörinni og horfi út. í suðrinu lyftir upp regnkápunni,
hrein heiðríkjan blikar yfir jöklinum; hestarnir frísa, þeir
hafa veður af mér. Eg fer út og gef þeim sína heytugg-
una hverjum; svo fer eg inn og leggst fyrir. — Öll él
birtir um síðir, hvað þá skúrir af suðri.
Höfgi færist yfir mig. Uppi á fjöllum þarf enginn að
kvarta um þrengsli, en heima í sveitunum treður hver á
öðrum, þar kvartar almenningur urn þrengsli. — — Pó
er það ósatt. Hagar og afrétti er nóg. Engið kólnar úti
árlega, fólkið vinnur ekki upp slæjurnar. Prengslin stafa
af umfangi og ráðríki, einbylismetnaði, sjálfgirðingsþótta,
einveldis- og þverlyndisvenjum. Hver sjálfum sér nógur;
bóndi fyrir sig; sjálfstætt heimiíi,
En nú krefst tíminn annars. Bændur, og alþýða öll,
verða að taka saman höndum, byggja búnaðinn á fé-
lagsskap og samvinnu. Pá smálærist það; mennirnir
þroskast og temjast, fræðast og sannfærast um kosti
hennar. Bezt að sitja sem næst hvorir öðrum, svo að
ylur samúðarinnar streymi frá manni til manns, og um
allan þjóðarlíkamann. Þá skilja menn betur þarfir og
réttindi náungans; virða þau og veita þeim holddrjúgan
stuðning.
— — Mér verður þyngra í höfði, en sofna þó ekki
föstum svefni. — — En hvað lítið þokar fram og Iítið
vinst. Stefnan reikul, eigingirnin rík; einbýlisþóttinn rót-
gróinn. Hjá okkur, sem sjáum, er gamall vani, gömul
hefð, til þess að hamla og gera forgönguna að orða-
glamri, framkvæmdarlausu hjali. Okkur vantar þrekið,
trúna, traustið og framtakssemina .til þess að starfa og
ganga undir merkið; gefa nauðsynleg fordæmi. Aðra
vantar sjón; ýmsa menning, vilja og örlæti. Sundurlyndi
og hverflyndi, það er bölið okkar. — F*verúðin og tor-
tryggnin er mein á högum manna. Eg hefi séð margt,
reynt ýmislegt. F’rek og framkvæmd hefir þorrið. En
vonin — hug'sjónin — deyr ekki; hún lifir í djúpi