Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 10
12
Réttur
meira úr henni, svo að George snerist að því af kappi,
og var hálft annað ár með bókina. Hann vandaði mjög
samningu bókarinnar, lét vini sína gagnrýna jafnóðum
og hann reit, umskrifaði hana oft og fágaði. Stundum
lá við borð að hann brysti þrek við starfið, af því verk-
efnið var svo marghliða, og eigi síður sökum fjárskorts.
Einu sinni þurfti hann að veðsetja úrið sitt.
»Nóttina, sem eg lauk við bókina,« segir hann, »fanst
mér að eg vera búinn að ávaxta það pund, sem mér
var trúað fyrir, og eg var ánægðari og innilega þakk-
látari, heldur en þó að öll riki jarðarinnar hefðu lotið
mér. Eg var einsamall í skrifstofu minni, þegar seinasta
síðan var búin — þá varpaði eg mér á kné og grét eins
og bam. það, sem eftir var að gera, fól eg guði.«
— — Sagt er að útgáfurétturinn að »Paradísarmissi«
Miltons hafi verið seldur fyrir 90 kr.. Líkum viðtökum
átti »Framför og fátækt« að mæta. Ýmsir útgefendur í
New-York vísuðu henni á bug. Loks varð einn vinur
Georges til þess, sem átti prentsmiðju, að taka að sér
útgáfuna, en George var sjálfur að setja fyrri hluta bók-
arinnar. Fyrsta útgáfan var 500 eintök! — Heima í
Kaliforníu var bókinni tekið með kulda og fyrirlitningu.
En fyrstu ummælin, sem George fékk frá heimsfrægum
manni, vóru þessi þakkarorð Gladstones, 11. nóvember
1879: »Beztu þakkir fyrir hið ágæta eintak af bók yðar,
sem eg er nú að lesa. Ekkert úrlausnarefni er vert meiri
og dyggilegri rannsóknar, en jarðeignarmálið, bæði hér
á landi og annarstaðar, og eg hefi mjög miklar mætur
á sérhverri leiðbeining, sem þér getið gefið um það at-
riði.« — Sala bókarinnar gekk fremur stirðlega fyrsta
árið, og alt virtist anda á móti henni. Fyrirhöfnin var
geysimikil, og George beið dómanna með mikilli ó-
þreyju og eftirvæntingu. — Nú var hann orðinn heilsu-
bilaður, þjáðist af gallveiki. — En eigi leið á löngu að
bókin færi að vekja athygli um allan hinn mentaða heim.
Fyrst var hún þýdd á þýzku.