Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 82
84
Réttar
einungis fyrir atgang þessarar sótsvörtu niðurrifspólitík-
ur, persónuhaturs óg valdagræðgis — þeir steypast
skjótlega af honum, niður í dómsáfellisdýki almennings-
ásakana og þjóðar-óhróðurs. v- þessar hafa ástæðurnar
oft verið til hinna tíðu og snöggu valdaskifta í æðsta
sessi þjóðarinnar. Og hverskónar mynd gefur þetta af
þjóðinni? Pað sést bezt með dálitlu dæmi:
Á stóru sveitarheimili eru allmörg vinnuhjú. Hjúin eru
fremur svörul og skammyrt við húsbændur sínaróg-
bera þá, tala illmæli og slúður að baki þeim, en varpa
örgustu ásökunum og getsökum framan í húsbændur
sína, í hvert sinn og tækifæri veitist til þess. Þau bregða
húsbændum sínum um fals og ójöfnuð í sinn garð og
gera sér ýmsar ferðir á nágrannaheimilin til að útbreiða
óhróðurinn. Heimilislífið og störfin drukna í þessum sí-
felda þrasklíð og rifrildi. Húsbændurnir koma engu í
framkvæmd af því sem fyrir liggur á heimilinu.
Hverskonar álit og orðrómur ætli að fari af þessu
heimili út í frá? Hvað skyldi vera talað um það á ná-
grannabæjunum? Eigi þýðir að hafa það eftir hér; flest-
ir geta því nærri. Auðvitað sjá allir, að engin ánægja né
störf geta þrifist þar, sökum ósæmilegs hátternis. —
Virðing og gengi hvers heimilis fer mest eftir því í hvaða
metum húsbændurnir eru — hver virðing og samhygð
þeim er vottuö. Heiður húsbændanna er heiður heimil-
isins. — í þessum efnum lýtur þjóðfélagið nákvæmlega
sömu lögum og heimilið. Heiður og gengi landsstjórnar-
innar, innanlands, veitir þjóðinni bezt álit og virðingu út
á viði Pjóðartraust og samhygð með ráðherranum (hús-
bóndanum) er þjóðinni beztu meðmælin í viðskiftum og
sambúð við aðrar þjóðir. Hið gagnstæða hefir auðviíað
gagnstæð áhrif meðal grannþjóðanna, eins og sveitar-
heimilin sýna. — Dettur nokkrum í hug að aðrar þjóðir
og einstaklingar, sem utan við standa og kunnugir eru
stjórnmálasögu okkar og innanlandsdeilum, síðan stjórn-
in varð innlend, beri sérlega mikla lotningu fyrir því eða