Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 18
20
Réttur
menningsálitið né heiður í sinn garð. Vinur hans spurði
hvort, hann væri ekki hamingjusamur af því aðhafavak-
ið þá hreyfingu, sem bærist um allan heim. »Jú,« sagði
Oeorge, »borgarstjóraframboð mitt í Néw-York sýnir
samherjum mínum, að málefni okkar er á sigurbraut.c
Hann hafði misskilið. Vinur hans spurði um ánægju
hans fyrir sjálfan sig, en George hugsaði aðeins um
málefnið. Framsókn þess lá honum þyngst á hjarta. —
Smámsaman fór að bera á heilsubrest hjá honum og
þolleysi til starfa og kona hans aftraði honum frá þeim
eftir mætti. En hann kvaðst sízt vilja að hún dæi á und-
an sér, því hún yrði að heyra hvað sagt yrði um sig
og málefni sitt að sér látnum. »Því sannindi þess munu
betur koma í Ijós og verða viðurkend eftir dauða minn.«
Haustið 1897 var enn ráðgert að Oeorge byði sig
fram við borgarstjórakosningarnar. Sjálfur var hann treg-
ur, kaus heldur næði við ritstörfin, og læknirinn aðvar-
aði hann. En samherjar hans og málefnið, sem svo
mjög var deilt um og barist í borginni, urðu yfirsterkari
og hann gaf kost á sér. »Þó það kosti líf mitt, mundi
það kenningum mínum meiri sigur en það, sem eggæti
framkvæmt hér eftir og betra hlutskifti get eg eigi kos-
ið mér en að deyja fyrir þær.« Og kona hans var jafn
ákveðin: Á fyrri árum gerði eg það, sem mér var unt,
til að hjálpa manni mínum við starf hans, og stóð aldrei
á nióti því, sem hann hugði helgustu skyldu sína. Ennþá
mundi eg fremur hughreysta hann til þess; hann verður að
lifa eftir sínum kröfum, og fórna öllu, sem skyldutilfinning
hans býður honum.«
Nú voru liðin 11 ár frá því George tók þátt í borgar-
stjórakosningabaráttu. Þau ár hafði hann barist fyrir að
glæða trú manna á betra skipulagi og þjóðlífi. Alstaðar
fylgdu menn kosningaglímunni með mikilli eftirvæntingu.
Sjálfur hafði hann sama kjark og mælskuhljóm, eins og
áður. Purfti líka að halda 4 — 5 ræður á hverju kveldi í
3 vikur. Og það fór með þrekið. Fimm dögum fyrir kosn-