Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 98
i 00 , j Re'ttur
F'essum stefnum, sem fjalla um féiagsleg hugtök í
þjóðmegunarefnum, er oft blandað saman af mótstöðu-
mönnum þeirra og fyrirdæmdar í einu lagi. — Tíðast er
blandað saman hugtökum og flokksheitum jafnaðar-
manna (socialista) og lögjafnaðarmanna (socialdemokrata)
— en kerfin eru ólík. — Peir síðarnefndu gera það o.ft
sjáifir, og viija eigna sér heiðurinn af umbótum hinna.
Lögjafnaðarménn berjast sérstaklega fyrir yfirráðum
daglaunafólksins í lýðveldisríki. Og ýtrustu skipulags-
kröfur þeirra' eru afnám einstaklingseignarréttar á jörð,
byggingum, framleiðslutækjum og auðsafni; rentan feld
burtu, framleiðsluarði skift meðal manna eftir tilverknaði
þeirra. Ríkið hafi framkvæmd á þessu. Reir hafa' mætt
mikilli mótspyrnu og átt x heitum deilum. Beittasta vopn
þeirra og áhrifamesta er hversu ófeilið þeir benda á mein-
in í gildandi þjóðaskipulagi; með því vinna þeir gagn.
— Fjölmennastir eru þeir og styrkastir í Þýzkalandi,
Belgíu og Austurríki. — Þar þjökuðu lýðnum sameigin-
lega stóriðnaðurinn og stjórnarfarsokur.
Stjórnleysingjar (anarkistar) hafa látið mest á sér bera
á Ítalíu, Rússlandi og Frakklandi. Hafná þeir öllu stjórn-
skipulagi, telja hverjum heimilt að gera það sem hann
vill og fá þörfunum fullnægt. Ennfreniur trúa þeir stað-
fastlega að fjöldinn skipi sér með eindrægni í eðlilegan
félagsskap.
Gereyðendur (nlhilistar) eru langöflugastir í Rússlandi,
þeir rífa niður gildandi stjórnarskipun, án þess að hugsa
ætíð fyrir öðru í þess stað.
Sameignarmenn (kommunistar) létu fyrst verulega á sér
bera í Frakklandi, í stjórnarbyltingunni miklu. Þó bólar
fyrst á þeirri kenningu 400 árum f. Krists f., í ritum
Platos.
Samvinnujélögin — verkamannafélög, kaupfélög og á-
góðafélög — eru öflugust og bezt skipuð í Bretlandi og
á Norðurlöndum. Þar var lýðfrelsið og þingræðið rót-
grónast, og mótstaða minst frá því opinbera. Þessvegna