Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 88
90
Réttur
göfugri sál svifið til himneskrar friðsælu. En ýmsir aðrir
góðir menn hafa látist. Og við höfum aldrei vitað þeim
vottuð eins mikil saknaðarmörk og ummæli, eins og nú
hafa fram komið við burtför þessa manns. Er það af
því að hann var atgervismaður? Altaf eru til menn gædd-
ir miklu atgervi og gáfum, en þó hefir þeim eigi verið
vottuð eins mikil hluttekning við æfiiok sín, eins og
þessum manni. Hvað veldur þá alheimssorg þessari?
Sá maður, sem við kveðjum nú, var gæddur lifandi,
eldheitu hugsjónaafli og andríki. Menn sögðu að liann
væri frumhugsjónamaður. Hefðu hugmyndirnar verið
rangar, hugsýnin aðeins verið heilakast, hvernig gætu
menn þá, um heim allan, heiðrað þann mann, sem t'lutti
hana. Nú kemur eðlilega i Ijós hrein og bein allsherjar-
viðurkenning þess, að kenning Henry Georges er einn
höfuðþáttur hins guðdómlega sígildandi sannleika.
Það hefir verið sagt að hann ógnaði því skipulagi,
sem nú er í gildi. Hann hefir eigi aðeins ógnað hinu
gildandi skipulagi þjóðanna, hann hefir bifað því öllu
og stjakað frá grunni.
En hvaða mönnum höfum við reist minningarsúlur
og líkneski í stórborgunum? Eru þau eigi einmitt af
þeim mönnum, sem hafa bifað og breytt gildandi skipu-
lagi?
— þessum manni auðnaðist að sanna heiminum,
hvernig hægt er að tryggja hinn eðlilega, sameiginlega,
jafna og friðhelga eignarrétt allra manna til jarðarinnar,
án þess að nokkrum sé gert rangt til, og án þess að
þjóðfélögin hallist eöa kollvarpist. Og ennfremur sýndi
hann mannkyninu, að ef þessi réttindi eru eigi trygð,
þá er alveg árangurslaust að biðja: »til vor komi þitt
ríki.« Pegar við biðjum um komu guðsríkis og að guðs-
vilji vérði á jörðunni, væntum við þá að bæninni verði
jafnskjótt fullnægt — t. d. með skjótri breytingu á nið-
urröðun náttúrunnar? Nei, ef það á yfirleitt að ríkja á
meðal okkar, þá hlýtur það að ske og koma fram sam-