Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 42
44
Réttur
einu einasta slíku skipi, nema þjóðmenningin legði tæk-
in til þess upp í hendurnar á honum, og það ekki, þó
hann hefði ráð á miljónum af mannsöflum. Faraó, sem
reisti pýramída, Gengiskan, sem hlóð hauga úr manna-
höfðum, Alexander, Cæsar og sjálfur Hinrik 8. gátu
það ekki.
Sú samvinnutegund, sem líkja má við það að stjórna
skipi, er ekki mikils virði. Hana geta allir lært. En sú
samvinnutegund, sem gera verður ráð fyrir við smiði á
skipi, er stórum mun djúptækari og margbrotnari. Hún
er ekki háð vitundarvaldi manna, stjórn þeirra og fram-
leiðslumagni. Mannleg stjórnhyggja getur hvorki aukið
hana né bætt, engu fremur en vilji manna getur bætt
einum þumlungi við hæð sína. Það eina, sem vitundar-
viljinn getur stutt hana með, er að lofa henni að vera
sjálfráðri (l’aissez-faire) og lofa hverjum einstaklingi að
reyna að fá kröfum sínum fullnægt á þann hátt er hon-
um þykir bezt við eiga. Ef menn fara að beita þeirri
samvinnutegund, sem þarf ytri stjórnar, á þá samvinnu-
tegund, sem þarf ínnri stjórnar, er það líkast því eins
og menn byggjust við að maður, sem bygði fjárhús,
byggi líka til kindurnar í það.
Þetta er einmitt aðalvilla allrar jafnaðarmensku. Pað er
orsökin til þess, sem allar athuganir benda á og sanna,
að þegar stjórnin fer að hlutast til um það að styðja
borgaralega velgengni manna, eða gerir meira að því en
verður að vera innan hinna þröngu takmarka stjórnar-
farsins, verður það jafnan til ills eins, og verður einmitt
til þess að tálma því, serri hún ætlaðist til*.
Að þetta er áreiðanlega rétt og skynsamlegt, hygst eg
geta sannað, að minsta kosti að nokkru leyti, þegar þess
6r gætt, að frummagn allrar framleiðslu er hugsun —
vitsmunir, andlegt, en ekki líkamlegt afl. Og þetta frum-
* Hér má minna á tvent; vemdartolla og bannlög.
Pýð.