Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 65
Guðjón Baldvinsson
67
verða víst aldrei gefin út, og skrifaði hann þó margt
gott. En í þessu sambandi ætla ég að tilfæra kafla úr
bréfi til mín, sem er skrifað 9. febr. 1909. Ég tek nærri
mér að láta hann frá mér, en hann gefur svo góða
mynd af manninum — og svo á hann erindi til fleiri
— allra, sem vilja heyra.
»Ekki veit ég, hvað ég á við mig að gera, vinur minn.
Pegar ég ligg á beddanum upp í loft eða á vinstri hlið
(þeim megin sem hjartað er), þá heyri ég eitthvert hljóð.
F*að er stundum eins og núningshljóð í eimbullu, stund-
um eins og ylfur í ýlustrái. Hvað heldurðu að þetta sé,
vinur? Pað er soghljóð úr hjartanu í mér. Lífið er að
berjast þar við dauðann, og stynur undan ofureflinu.
En vittu til, það gefst samt ekki upp fyrst um sinn. Og
vertu rólegur, því að ég ætla að vinna eitthvað, eitthvað
gott helzt, svo að ég heyri ekki til þess.
, * *
*
Þú sérð og veizt, að ég er og verð ekki til neins. En
hefurðu hugsað um allar sálirnar heima á Fróni, sem
hungrar og þyrstir eftir nýjum og góðum hugsunum,
sálirnar í myrkrinu og kuldanum? Hefurðu hugsað um
hvað málfræðin getur lítið bætt úr þessari brýnu þörf?
Hefurðu hugsað um það, hvernig þjóðin »bíður með þrá
— — eftir þeim svein« o. s. frv. Hver er sá sveinn?
Hver veit nema það geti verið þú? Ég veit ekki, hvern-
ig á því stendur, að það setti að mér grát yfir þessu.
Pað er ókarlmannlegt. Vertu sæll vinur.«
VIII.
Sumarið 1910 var Guðjón á ferð í Svíþjóð og skrifar
um það m. a. í bréfi: »En í Slotsskogen í Gautaborg
hef ég þó verið einna sælastur maður á æfi minni. Ég
var einu sinni að hugsa um að skrifa eitthvað sem héti:
Hugblær frá Hallarskógi, en sá til allrar guðs lukku í
5*