Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 59
Guðjón Baldvinsson 61
hugur hans hneigðist að þjóðfélagsmálum. Andúð hans
gegn ritskýringunni kom m. a. fram í dómi hans um
bókmentafélagsbækurnar (Norðurland, sumarið 1909), þar
sem h^nn ekki finnur neitt nýtilegt í Fornbréfasafninu
og æfisögu Jóns Indíafara. þorsteinn Erlingsson and-
mælti þessu og benti á, að þessi rit hefðu sögu að
geyma og sagan kendi okkur að skilja það sem nútím-
inn byggi að. Guðjón svaraði þeirri grein ekki, og fór
þar viturlega að ráði sínu, því að hvorugur hefði getað
skilið annan. En hvor hafði rétt fyrirsér? Báðiroghvor-
ugur, svara ég, og mun verða álitinn maður að minni
af öllum þeim, sem blindir eru á aðra liti en svart og
hvítt. En ef tveir læknar færu að deila um, hvort mann-
inum væri nauðsynlegra: bein og sinar eða vöðvar og
taugar — hvor hefði þá rétt fyrir sér?
Almenningi á íslandi varð Guðjón helzt kunnur fyrir
greinar sínar um bannmálið í »Norðurlandi« sumarið
1909. Pað mál virtist honum ofur einfalt, hann leit oft-
ast á það frá sama sjónarmiðinu: áfengið spillir lífi
margra manna, sem eru of veikir fyrir til þess að geta
hætt að drekka meðan þeir ná í það. Pað er skylda þjóð-
félagsins að bjarga þessuin mönnum, og aðflutnings-
bannið er eina ráðið.
þarna vantaði sálarfræðina o. fl. Petta sjónarmið gerir
málið alt of einfalt og auðvelt. En ég skal hér ekki fara
að ræða þetta vandamál, sem aldrei hefur verið skýrt til
hlítar fyrir íslendingum, og nú er orðið svo mikið vand-
ræðamál. Guðjóni var það mikið áhugamál og hvert orð,
sem hann ritaði um það, var þrungið af sannfæringu.
Umbótastefnan var honum mjög eðlileg, bæði vegna
upplags hans (hann var meiri rökhyggjumaður en hvað
hann var fjölsýnn og meiri tilfinningamaður en íhugari)
og örlaga. Hann átti sjálfur skamt afmarkað skeið fram
undan, og varð að lifa lífinu ótt og stefna á aðalatriðin.
Sömu kröfur gerði hann til þjóðfélagsins. Hann þóttist
sjá, að mikið var hægt að gera með því að fara króka-