Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 78
80
Réttur
II.
Samgönguteppa.
Flestum mun vera kunnugt um aðalagnúana, sem nú
eru til tálmunar á verzlunar- og viðskiftasviðinu, og sporna
við eðlilegum kjörum í verzlun og vöruflutningum bæði
innanlands og landa á milli. Sökunum varpa menn mak-
lega á herðar heimsstyrjaldarinnar, sem nú geysar. Og
auðvitað er hún aðalorsök þess vöruskorts, dýrtíðar og
flutningateppu, sem nú þjakar þessari þjóð og flestum
öðrum þjóðum. — En svo er það ýmislegt fleira, sem
grípur inn í og gerir skilyrðin verri en ástæður virðast
til, veldur það oft sérstaklega því að stríðsafleiðingarnar
koma misjafnlega niður í hinum einstöku landshlutum.
Nú á síðkastið hefir það reynst margfalt torveld-
ara fyrir okkur íslendinga, að fá. nauðsynjavörur okkar
fluttar landa á milli, heldur en að útvega þær erlendis.
Vörur, sem keyptar hafa verið í nágrannalöndunum, liggja
oft meira en eitt ár á þeim höfnum, sem þjóðin hefir
stöðugt viðskifti og siglingasambönd við. Stafar það af
því að við höfum minni skipakost nú, en fyrir stríðið,
og sumpart af því að þau skip, sem við höfum, tefjast
margvíslega í ferðum sökum eftirlits orustuþjóðanna. En
líklegast höfum við íslendingar sjaldan verið gæfusamari,
en þá er eimskipafélagið okkar skyldi vera stofnað og
byrjað að starfa þegar á fyrsta stríðsárinu. Og sjálfsagt
er erfitt að reikna þann óbeina greiða og hagsbætur,
sem íslenzku skipin hafa fært þjóðinni í heild sinni þenna
stutta starfstíma. En félagsmenn sjálfir — hinir einstöku
landshlutar — hafa orðið misjafnlega gæfusamir að því
er snertir skipulag og kosningu í stjórn íslenzka eim-
skipafélagsins. Peir menn, sem skipa stjórn »Eimskipa-
félags íslands« eru allir búsettir í Reykjavík — þeir eru
starfsmenn og atvinnurekendur þar, sumir stórkaup-
menn. Um stórkaupmennina er það alkunnugt, að þeir
eru jafnan fyrst menn fyrir sig og sína, og þar næst