Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 97
Auðsjafnaðarkenningar 99
ugt, er sjá að mest þjóðarógæfa stafar af því, er nokk-
ur hluti þjóðarinnar lifir í allsnægtum, lifir í óhófi, og
úrkynjast vegna nautna og vinnuleysis; en aðrir, sum-
staðar mikill hluti þjóðarinnar, býr við sult og seyru af
því að vinnan annaðhvort fæst ekki, eða er svo illa laun-
uð; þessvegna úrkynjast þeir líka og deyja í hrönnum á
unga aldri. — Aðrir eyðileggjast fyrir of mikið viður-
væri og lífsgæði, hinir af því að þeir hafa of lítið.
Spekingar og mannvinir meðal jafnaðarmanna hafa
miðað kenningar sínar og kerfi til úrræða þessum ófarn-
aði. Flestir þeirra voru lítt lærðir menn, er fundu hvar
skórinn særði. Peir risu upp úr múgnum og söfnuðu
um sig fylgjendum. Allar skipulagsstefnurnar frá sam-
vinnufélögunum til æstustu stjórnleysingja, eru frá þeim
runnar. Sumar stefnurnar eru grundvallaðar á s'koðunum
og tillögum margra áhugamanna og rithöfunda, sem eigi
voru ætíð samþykkir innbyrðis í formsatriðum. Pessvegna
er það oft villandi, ef skýrt er frá einhverri kenningu, að
rekja aðeins rit eins höfundar, eins og ýmsir gera sig
seka um. *
Aðalorsökin til þess, að jafnaðarmenn komu fram í
mörgum flokkum, með mismunandi kerfum og aðferð-
um, er vafalaust sú, að mótspyrnan, sem þeir áttu við
að etja, hver fyrir sig, var svo ólík hjá þjóðunum. F*ar
sem frelsiskröfur einstaklinga voru búnar að sigra einka-
rétt og einveldi, t. d. í Englandi og á Norðurlöndum,
eru jafnaðarkenningarnar gætnar umbótastefnur. í ein-
veldislöndum (Rússlandi) vinna þær einkum í niður-
rifsáttina.
* Tveir helztu menn socialista, Louis Blanc og Ferdinand Lasalle,
bentu sinn á hvað: sá fyrnefndi vildi að ríkið léti reka framleiðsl-
una og stjórnaði henni — hinn síðarnefndi lagði aðaláherzlu á
frjáls samtök og samvinnufélög, er rækju framleiðsluna og vernd-
uðu hagsmuni lýðsins, en væri styrkt af ríkinu.