Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 11
13
Henry George
H. George flutti til New-York 1880, að hvötum vinar
síns. Pá var hann jafntómlientur og fátækasti innflytjandi.
Fékst hann þar við ýmislegt, tók nokkurn þátt í póli-
tísku baráttunni. Tollmálin voru þá efst á dagskrá. Lýð-
valdssinnar fengu hann til að tala opinberlega um mál-
ið. En hann lagði aðeins til að allar tollbúðir og tollar
væru úr gildi feldir, en fríverzlun sett á laggirnar. Og
þá báðu flokksforingjarnir hann að tala aldrei framar
opinberlega. En liann tók að ferðast um og halda fyrir-
lestra í ýinsum borgum um jarðeignarmálið. Var honum
aftur lekið með fögnuði í San Fransisko, því alkunnugt
var að bók hans var þegar farin að vinna sér heims-
frægð. Bókin var gefin út af ýmsum og dreift um land-
ið (auðmaður einn keypti 1000 eintök til þess að setja í
bókasöfnin). —. Fyrsta Georgistafélagið um jarðeignar-
málið var stofnað í Kaliforníu 1877. Mjög var það fá-
ment, svo að H. George gat þess um fyrstu ræðu sína
þar, að hún væri rödd hrópandans í eyðimörkinni, sem
þó boðaði dagskomu, hvérnig sem óvit og eigingirni
berðist á móti því.
— — Árið 1887 ferðaðist H. George með konu sinni,
samkvæmt boði, til írlands og Englands — ferðin kost-
uð af öðrum. Var þá æsing mikil í írska jarðeignarmál-
inu. (Eigendur jarðanna eru aðalsmenn búsettir á Eng-
landi.) F*egar H. George talaði í fyrsta sinn í Dublin,
átti næstum að gera út af við hann með gangi og gleði-
látum. I London hitti H. George heimspekinginn Herbert
Spencer. Töluðu þeir um írska málið og hugðist George
að finna þar fyrir öflugan málsvara bændanna, því hann
hafði séð þau ummæli í einni bók Spencers, »að rétt-
lætið heimilaði alls eigi einstaklingseignarrétt á jörð o.
s. frv. En þegar hann fylgdi fram máli írsku bændanna
varð H. Spencer alveg uppvægur og fylgdi máli jarð-
eigenda. Slitu þeir brátt talinu, eftir að George hafði að-
eins bent honum á mótsagnir hans. Fyrirlestra hélt hann
í London, og ræður í fjölmennu kveðjugildi þar — og