Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 107
A uðsjafnaðarkenningar 109
vélli og reynslu, er hið nýja jarðamat leiðir í Ijós. F*ær
breytingar, sem íram koma í verðgildi jarða á fimm ár-
um, hljóta víðast að verða smávægilegar og fljótmetnar.
Nú býst eg við þessum athugasemdum:
1. Að ranglátt sé að allir landsnótendur greiði jafnháa
leigu af höfuðstólnum, þeir, sem nýlega hafa keypt
jarðir fullu verði, og hinir, er, ef til vill, hafa fengið
jarðir sínar í arf.
2. Fyrst að vinnuarður einstaklinga og ræktunarumbæt-
ur eru eigi gjaldskyld eign, ‘getur það dregist saman
og safnast á fáar hendur, sem erfðagóz, er þjóðar-
búið fær engan arð af.
3. Við fasteignamatið verður örðugt að greina jarðabæt-
ur einstaklinga frá því gjaldskylda. Og landleigan mun
naumast veita þjóðarbúinu nógar .tekjur.
— — / fyrsta lagi tel eg heppilegast að jafna misrærn-
ið á þann hátt, að taka aðeins nokkurn hluta landleig-
unnar, í landssjóð, fyrstu árin — en láta hann svo hækka
smámsaman, t. d. á einum eða tveimur mannsöldrum.
En leggja. í þess stað, til að byrja með, ríflegt 'erfðafjár-
gjald og hækkandi tekjuskatt á þá, sem erft hafa fast-
eignir eða notið þeirra lengi — og hina, sem raka sam-
an tekjurn, sökum góðra náttúruskilyrða, af miður ær-
legu viðskifta- og gróðabralli o. s. frv. — Hygg eg að
það verði þjóðfélaginu öruggari aðferð, en að kaupa
jarðeignir einstaklinga, og taka svo af þeim fulla land-
leigu þegar i stað. Aftur á móti mun jarðaverðið skjótt
verða hóflegra og meira samræmis gætt í verzlun land-
eigna, þegar öllum er Ijðst orðið, hvaða skyldur fylgja
þeim — svo sem hækkandi landleiga — og að hverju
verður að ganga. Landið opnast fleirum til notkunar. Og
þar af leiðandi verður fremur þrengt að einstaklingnum,
og honutn gert örðugra að safna meiri tekjum en nauð-
synlegar eru til framfærslu og þarílegar til þeirra nytja-
starfa, er hann fær komið í framkvæmd.
Gagnvart öðru atriðinu eru tvær leiðir færar. Sú að