Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 43
Henry George og jafnaðarmenskan 45
magn hjá manninum, vitsmunaaflið, er ekki hægt að reka
eða sjóða saman i eitt eins og líkamsaflið, efnamagnið.
Tveir menn geta dregið eða hafið á loft helmingi meiri
þunga en einn, og hundrað þúsund menn eru hundrað
þúsund sinnum sterkari en einn maður, ef afli þeirra er
vel stjórnað. En enginn getur þannig lagt saman vits-
muni manna. Tveir menn sjá ekki helmingi lengra en
einn, og hundrað þúsund menn geta ekki gert jafnmarg-
ar heppilegar ráðstafanir. Ef það væri rétt þetta orðtæki,
»því fleiri ráðunautar, því meira vit«, þá nær það aðeins
til þess, að menn komast heldur hjá öfgum og vitleys-
um, ef margir ræða málið. En þó missa menn þar oft
af þeim hærri kostum, sem til þarf til þess að dæma
mál rétt og taka í réttan tíma í strenginn. Aldrej hafa
menn haldið því fram, að sigurinn væri vísari, ef yfir-
hershöfðingjarnir væru margir; hitt heldur, að »einn lé-
legur yfirhershöfðingi væri betri en tveir góðir«.
Við fyrri samvinnuaðferðina, þar sem t. d. 10 menn
toga í taug í sömu átt undir stjórn eins manns, verður
líkamsafl 10 manna að notum undir andlegri stjórn eins
manns; en við það missist andlegur kraftur hinna 10
manna, o: kemur ekki að notum. Árangurinn yrði ekk-
ert meiri eða minni, þó þessir 10 menn væru alveg svift-
ir andlegu rnagni sínu á meðan þeir eru að toga, og
ynnu aðeins sem vélar. Vér gætum vel hugsað oss, að
menn næðu slíku valdi yfir efniskröftum náttúrunnar, að
skipstjóri þyrfti ekki annað en styðja á hnapp til þess
að setja stýri, segl eða vélina af stað, svo að hann gæti
stjórnað skipinu skipshafnarlaust og skipið yrði þannig
eins og fugl á flugi.
En ef tekið er tillit til hinnar sjálfstæðu samvinnu,
sem eg hef minst á, þar sem stjórnin er að innan frá, þá
verður framleiðslumagnið eigi aðeins samsafn af kröftum
einstaklinganna, heldur og af vitsmunum þeirra. Ef eg
mætti hafa »mannskraft« M sem nafn á líkamskrafti ein-
staklingsins og »hugsunarkraft« H um andlegan kraft