Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 74
Neistar.
i.
Veglyndi.
Einn af nafnkunnustu og líklega ríkustu kaupmönnum
þessa lands, hélt fyrirlestur um skattamál nú fyrir
skömmu. Hann var að fræða alþýðu manna um það, að
tollar væru nauðsynlegir og ómissandi, — vörutollur
ekki síður en aðrir tollar —, því að aðal tekjustofn land-
sjóðs yrði að hvíla á gjaldþoli kaupmanna. Almenningur
væri ekki fær um að bera þau gjöld. Sumir hafa haldið,
að kaupmenn legðu tollinn á vöruverðið. En kaupmenn
eru auðvitað sínum hnútum kunnugastir, og ræðumaður
sannaði með mörgum dæmum, að verð hverrar einstakr-
ar vöruiegundar hjá kaupmönnum hefði ekki hækkað við
það, þótt á hana væri lagður tollur — eða hækkaður.
Ræðan var laglega orðuð og vel flutt, og áheyrendur
klöppuðu lof í lófa, líklega hrifnir af veglyndi kaup-
mannsins, sem vildi taka gjaldbyrði almennings á sitt
breiða bak.
Varla fara þeir að stofna kaupfélag fyrst um sinn, því
að allir vita, að kaupfélög komast ekki hjá, að leggja
tollinn á vöruverðið.
Eg ætla ekki að skýra þessa kenningu kaupmannsins
frekar fyrir lesendum »Rétts«, aðeins vildi eg benda á,
að hér þarf samtök og baráttu, ef stefnan á að breytast