Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 92
04
Réttur
um. — Eignarréttur verkamannsins veitti honum heldur
eigi fullan vinnuarð, og hlutaðist ekkert um, hvort fram-
leiddu gæðin skiftust þannig meðal félagsbræðranna, að
enginn sylti. — Engin grein stóð í lagabálkunum, sem
gæfi einstaklingnum bendingu um, hvernig hann gæti
aflað sér þeirra hluta og meðala, er honum voru nauð-
synleg til þess að lifa.
— En flestar menningarþjóðir hafa reynt að fylla upp
í þessa eyðu — þegar þrotabú varð hjá einstaklingnum
— með fátækralöggjöfinni og ómagastyrknum. það full-
nægir ekki, er aðeins »homöopata«-lyf en eigi lækning. —
Einstaklingarnir áttu, hver fyrir sig, rið á meðalinu,
vinnunni, en þjóðfélagið — allir borgararnir — áttu rétt
til auðsuppsprettunnar, náttúrugæðanna. En duglegir og
sérdrægir menn og voldugri stéttir þjóðfélagsins, náðu
óeðlilega miklu í sinn hlut og umráð af hvorutveggju.
þetta hefir fyr og síðar gefið tilefni til margskonar hug-
leiðinga og kenninga.
Frá upphafi eignarréttarins hefir sú stóra skipulags-
spurning legið í loftinu : Hvernig verður fullnægt kröfum
einstaklinganna, jafnframt þörfum þjóðfélagsins, þannig
að báðir aðilar séu ánægðir, og haldi náttúrlegum rétt-
indum sínum óskertum? Spurningin hefir verið misjafn-
lega Ijós á tímabilunum, en þó aldrei eins hávær og nú,
síðan í lok 18. aldar. Einstakir menn hafa risið upp, og
flokkar myndast, til þess að gvara spurningunni og greiða
úr flækjunni. Nokkrir miðuðu tillögur sínar og kenning-
ar í þá átt, að veita verkalýðnum vinnuarðinn, eða fylgdu
meir kröfum hans og þjóðfélagsheildarinnar, reyndu að
samrýma þær og koma á jafnvægi. Stefna þeirra er sam-
hyggju- eða samvinnustefna og flokkamir samvinnu- eða
auðsjafnaðarmenn.
Aðrir flokkar stóðu á móti þeim, annaðhvort svöruðu
þeir á annan hátt, eða töldu gildandi skipulag réttu úr-
lausnina; þeir efldu og vörðu sérréttindin. Sumir börð-
ust fyrir einstaklingsfrelsi og framsókn hvers eftir eigin