Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 40
42
Réttur
tekur aðeins til greina tvennskónar verðgildi: notagildi
og kaupgildi (skiftagildi); ennfremur heldur hann því
fram, að auðmaðurinn, sem lætur verkamenn breyta ó-
unnum efnum í kaupeyri (söluvöru), beiti ýmiskonar
slægðarbrögðum við kaup og sölu, og nái þannig hærra
verði en hann hefur lagt fram. Síðán hafa menn bygt
ofan á þessa skýringu málsins hjá Marx — því að vís-
indaleg niðurstaða getur það varla heitið — og ýmislegt
annað sama kyns, bæði gert pólitískar stefnuskrár með
smáfeldum tilbreytingum, og sett á stofn hinar og þess-
ar pólitískar hugmyndabyggingar.
Þessar hugmyndabyggingar hafa menn kallað sósialisma
eða jafnaðarmensku, hve ólíkar sem stefnurnar hafa ver-
ið. Menn hafa meir að segja talað um »vísindalega jafn-
aðarmensku«, eins og það væri hægt að ná henni frá
ríkisvöldunum. En þá eru hQfð skifti á vísindunum sjálf-
um og einhverju því ,sem er daglegur hlutur eða póli-
tískt mál — ráðagerð eða tillaga, en engin vísindi — ;
því að alt þetta, sem snertir þroska daglegs lífs, er bund-
ið við náttúrulögmál, en ekkert mannlegt ráðabrugg, og
við afstöður, sem altaf hafa verið til og ætíð verða til.
Jafnaðarmenskan gengur fram hjá öllum náttúrulögmál-
um, leitar þau ekki uppi og lagar sig ekki eftir þeim.
Hún er einskonar vanabundin kenning, eins og hver
önnur pólitísk kenning, en þjóðmegunarfræðin er skýr-
ing á þeim óumbreytanlegu lögmálum, sem fólgin eru í
mannseðlinu frá öndverðu. Aðalkrafa jafnaðarmanna er
sú, að ríkið eða þjóðfélagið taki að sér öll framleiðslu-
færi: jörð, fé og mennina með; fyrirbjóði alla samkepni
og skifti mönnunum í tvo flokka, stjórnendur, sem taka
á móti fyrirskipunum stjórnarvaldanna og starfi eftir
þeirra fyrirsögn, og verkalýð, sem á að eiga alla fram-
leiðsluna, og teljast stjórnendurnir til hans. Það er gamla
stjórnarlagið frá Perú, að öðru leyti en því, að guðdóms-
viljans og guðdómsvaldsins er að engu getið. Jafnaðar-
stefna vorra tíma er móthverf öllum átrúnaði, stefnir í