Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 76
78
Rétlur
að koma heslunum það lausum. Austanpóstur er því
vanur, að bera ílutninginn yfir Fjarðarheiði og Möðru-
dalsöræfi; hefir hver maður stundum 60—100 punda
bagga. Eigi bregður honum við, þó að bröttu sé að
mæta.
Það vita allir, að þessir póstar, sem hér eiga hlut að
máli, eru bráðduglegir menn, hraustir og kappsfullir,
en þó útsjónarsamir, og það verður eigi auðgert að fá
menn til þess að fylla sæti þeirra. — Nú kemur það í
ljós, eins og eðlilegt er, að mennirnir geta naumast rek-
ið þetta starf, nema um hraustasta og bezta skeið æfinn-
ar, og skemma sig þó á því og slitna til muna. Enn-
fremur að þeir þurfa að leggja geysimikið í kostnað, reka
jafnframt stórbú, til þess að geta alið upp og fóðrað
valda og duglega hesta, svo tugum skiftir — til þess
að geta rækt póststarfið. Póstflutningurinn eykst stöðugt,
það gerir þeim alt umfangsmeira og örðugra. Dýrtiðin
— verðhækkun á hestum, vinnu, heyi og öllum nauð-
synjum — gerir það að verkum, að póstarnir hljóta að
krefjast fullkomlega þriðjungs launahækkunar, eins og
aðrir opinberir starfsmenn. Og mestar líkur eru til þess,
að menn taki trauðla að sér umfangsmestu póststörfin,
nema með breyttum skilyrðum og kjörum. — Enn er ó-
talið eitt höfuðatriði, sem virðist gera þessar löngu land-
ferðir ómögulegar á vetrum. Póstunum gengur oft mjög
illa að fá fóður handa hestunum í ferðunum, og er eðli-
legt að á því beri meira en áður, þar eð ferðahestunum
fjölgar stöðugt. Petta hlýtur að leiða til þess, ef að sama
fyrirkomulag verður á ferðunum framvegis, að póstsjóð-
ur verði að styrkja einstaka menn, á póstleiðinni, til þess
að vera birgir af fóðri handa pósthestunum. Alt bendir
til þess að þetta póstferðakerfi auki mjög mikið erfiði og
kostnað, frá því, sem nú er. Flutningsþörfin margfaldast
með ári hverju.
Naumast getur það farið fram hjá nokkrum hugsandi
manni, sízt þeim, sem nokkuð ferðast með póstunum,