Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 75
Neistar
77
alþýðu í vil, því að auðmenn og auðvaldssinnar, og
kaupmennirnir ekki síst, gera alt, sem þeir geta, til að
halda í tollana.
Sigurgeir Friðriksson.
II.
Póstmál.
í Desembermánuði 1916 dreif niður fönn svo mikla á
Norður- og Austurlandi, að telja mátti illfært í sveitum
og ófarandi yfir heiðar, nema helzt fyrir farangurslausa
menn á skíðum. Póstarnir fengu líka ótæpt 'að súpa á
því seyðinu, munu sumir af þeim sjaldan hafa hrept
verri ferðir, en þessa síðustu póstferð fyrra árs. Skorti
töluvert til að þeir gæti fylgt áætluninni — einkum
Austurlandspóstarnir. Veldur það mörgum manni óþæg-
indum, ef óregla eða dráttur verður á póstflutningi, að
viðbættum öllum aukakostnaði, er það bakar póstunum
og póstsjóði. Það er að vísu engin nýjung, þó að póst-
ar og hestar hálfdrepi sig á þessum vetrarferðum, yfir
fjöll og heiðar landsins okkar. En verstu dæmin og sög-
urnar ættu fram úr þessu að vekja menn til hugsunar
um breytingu á tilhögun póstflutninganna. — Norðan-
póstur átti við fádæmaófærð að etja í Öxnadalnum í
nefndri ferð, hélt áfram hvíldarlaust í 11 klukkustundir
frá Engimýri að Skriðu í Hörgárdal, og munu þó hest-
ar og menn hafa verið ótrauðir eftir venju. Pósturinn
milii Akureyrar og Qrímsstaða var sex daga á austur-
leiðinni, og skildi þó hestana eftir á miðri leið, en keypti
marga menn til þess að aka flutningnum á skíðum hinn
hluta leiðarinnar. Venjulegast er þetta farið á 3 —4 dög-
um á vetrum. Mennirnir urðu að bera sjálfir »kofortin«
upp Vaðlaheiðarbrekku og mikill hluti dagsins eyddist í