Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 26
28
Rdttur
flutningsgjaldið. Hér eru kaupmenn og heildsalar
(innlendir) milliliðir, sem gjöra innheimtuna mikið
dýrari.
3. Hindrar ekki útflutningsgjaldið framleiðsluna?
Jú, því að það dregur úr hvötinni til að fram-
leiða sem mest, þar sem ábati framleiðandans
minkar.
í öðru lagi á þann hátt, að innlenda varan lækk-
ar í verði, svo að framleiðandi þarf meira en áður
af innlendri vöru fyrir jafnmikið af útlendri vöru,
en það er í sjálfu sér sama og að útlenda varan
hækki, og er áður sýnt (þar sem rætt var um toll
á aðfluttri vöru), að það hindrar framleiósluna.
4. Hefir útflutningsgjaldið ekki siðspillandi áhrif?
Ekki mun bera á því; óhægra að komast undan
því en aðflutningsgjaldinu.
Útflutningsgjaldið uppfyllir þannig aðeins eitt skilyrði
af fjórum.
Stríðsskatturinn er í raun og veru ekkert annað en út-
flutningsgjald, og því sama um það að segja. Var þó
sízt ástæða til að láta kaupmenn sleppa við stríðsskatt,
þvi að það eru einmitt þeir, sem mest hafa auðgast
vegna stríðsins (sbr. grein Jónasar Jónssonar: »Verð-
hækkun kaupmanna í ágúst 1914«, í 2. hepti af »Tíma-
riti kaupíélaga og samvinnufélaga« 1915).
Á því, sem hér er sýnt að framan, sést, að tollar á
aðflúttum vörum uppfylla ekkert af þeim meginskilyrðum,
sem skattar þurfa að uppfyila, og tollar á útfluttum vör-
um aðeins eitt skilyrði af fjórum.
Tollarnir eru því óhæfir skattar..
I