Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 83
Neistar
85
sjái þar fyrirmyndir? Það hefir verið okkar daglega brauð,
að þjóðarhúsbændunum hefir eigi gefist tími né ráðrúm
til að neyta kosta sinna og beita starfskröftunum — vegna
þess að aðrir vilja þegar ryðja honum af stalli, koma
sér að. begar sá bragur er kominn á, verður mörgum
ráðherra það næst, að nota stutta valdstímann til þess
að búa sér og sínum í haginn, áður en honum er spark-
að. — P’jóðin má ekki líða þetta iengur. Hún verður að
kasta frá sér þeim æsingamáltólum, sem eru vopn í
höndum þessarar myrkviðris- og valdagræðgisbaráttu.
Hún verður að sjá sóma sinn og meta aðeins þá máls-
aðila, sem vinna og stríða í nafni góðs málefnis og
þjóðarheilla, án þess að miða sig við völd og fé. —
Þjóðin verður að eyðileggja þessa mynd af sjálfri sér,
og gera aðra betri í framtíðinni.
# ' i*\ , V i",r ^ ‘
V.
. íhugunarefni.
Kunningi minn var nýlega kominn úr höfuðstaðnum.
Við hittumst á insta bænum í Geiradal, þar sem vegur-
inn liggur upp á Geiradalsheiði, og urðum samferða
þaðan yfir heiðina. Margt bar þá á góma, gamlar og
nýjar minningar, dagskrármál og deiluatriði. Spurði eg
margs úr höfuðstaðnum og leysti kunningi minn vel og
greiðlega úr öllu. Væri vel þess vert að minnast ýmsra
þeirra atriða, og verður það, ef til vill, gert síðar; en að
þessu sinni er það aðeins tvent, sem eg vildi ryfja upp
og endurnýja.
»Hvernig líkaði þér vistin þenna tveggjamánaða tíma,
sem þú dvaldir í borginni?« spurði eg.
»Lítið haggaðist nú um mig, en margt var þar öðru-
vísi en eg hafði hugsað mér. Pegar eg kom þangað 15.