Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 70
IJppi í óbygðum.
Vindurinn þaut napur og náttkaldur á tjaldinu. Regn-
ið var óvenju mikið eftir því, sem hér gerist í Suður-
Ringeyjarsýslu. Haustnóttin niðsvört lagðist ömurleg á
huga minn. Hestarnir stóðu bundnir á streng, settu
hömina í veðrið og báru sig kuldalega; þeir voru ná-
lega búnir með heyið, og dreifin fauk frá þeim.
Stormurinn stóð af suðri. Skamt var suður til Vatna-
jökuls. — Tjaldið stóð við Svartá suður í óbygðum, og
gróðurleysi umhverfis, aðeins hvannstóðið og hrossa-
nálarskúfar við uppsprettuna. Við lögðumst til svefns
eftir að hafa girt hestana með gæruskinnum og gefið
þeim deigið. Skömmu síðar sváfu félagar rnínir föstum
svefni, þeir voru vanir fjallferðum og útilegum; stormur
og skúrir breyttu ekki mikið háttum þeirra og svefni.
Eg var líka vanur fjallgöngum, en eg var af léttasta
skeiði. Hverfleiki lífsins hafði markað dypri drætti í huga
mínum en fyrrum var. Eg vakti.
Uppi á fjöllum á sandauðnum, brunahraunum og
meðal blásvartra háfjalla, skamt frá jökulflæminu — verð-
ur lítið úr stærilæti og ofmetnaði. Hér fer lítið fyrir mér.
Hér segir fátt af einum. Köld ósveigjanleg fjallakyrðin
brýtur odd af oflæti rnínu. Dauðatign óbygða og auðna
gerir mig mýkri í skapi, félagslyndari, elskari að mönn-
um og sveitarlífinu heima; fúsari að dæma vægt, aumkva
brestina, misstigin, sundrungina, tortryggnina og auðnu-