Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 112
114
Réttur
skrifa, ef áform hans væri að leiða lesendur sína til sam-
hygðar og skilnings á málstað sínum, en andstæðingana
til leiðréttingar á villu sinni. Sé áformið hitt, að leggja
til baráttu, sóknar og varnar um þau málefni og úr-
lausnarefni, sem »Réttur« ræðir, og þau atriði, er skoð-
unum skifta, eins og dómar og fullyrðingar höf. gefa
ástæðu til að ætla — þá er það einungis fengur fyrir
okkur »Réttarmenn«, ef vænta má drengilegrar viður-
eignar, sem skýri málin og sanni þjóðinni sannleiksat-
riðin. Við höfum, -eins og allir hljóta að skilja, engar
ástæður né hvatir til þess, að fara með viðsjál »lyf« eða
fals í þessum efnum. En sú barátta heimtar meira en
tvær eða þrjár svargreinar og ritfregnir. Þau málefni,
sem ágreiningurinn er um, sigra eigi né falla á fáum ár-
um. Úrslitin fara meira eftir því, hvorum lengur endist
líf og þrek, okkur »Réttarmönnum« eða hagstofustjóran-
um og fylgismönnum hvors þeirra málsaðila. »Réttur«
hopar eigi af þeim hólmi.
(Meira.)
P. s.