Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 13
15
Henry George
þegar föstum tökum á áheyrendunum og undir lok ræð-
unnar varpaði hann því fram, »að engin hjálpsemi né
góðgerðir gæti bjargað fátæklingunum út úr skítugu
eymdarholunum í úthverfum borgarinnar, það gerði að-
eins réttlætið". Laust þá upp fagnaðarópum. En ein
rödd spurði: »Hver hefir komið fátæklingunum í heim-
inn?« »það gerði guð almáttugur!« hrópaði H. Oeorge
svo kröftuglega, að það þaut eins og rafmagnsbylgja
um áheyrendurna, »og hver dirfist að útrýma og sporna
við þeim, sem guð hefir í heiminn borið?«
þessi ræða varpaði eldneistanum í púðrið. Flest blöðin
í Bretlandi báru þess Ijósast vott. H. Oeorge hélt marg-
ar samkomur í Skotlandi, og stofnaði félag í Glasgow
um jarðeignarmálið, með nálega 2000 manns.
Síðast talaði hann í Oxford. Prófessorar háskólans og
stúdentar af lávarðaættum tóku stirðlega erindi hans, og
gerðu stundum hark, svo að fyrirlesarinn hlaut að stöðva
tnál sitt. Marshall kennari í þjóðmegunarfræði mælti, að
niðurstöður H. Oeorge væri einkisvirði, því að hið nýja,
sem hann flytti, væri ósatt og það, sem rétt virtist, væri
gamalt. En H. Oeorge svaraði einungjs, að »Framförog
fátækt« flytti ef til vildi fá ný sannindi, því hún væri
grundvölluð á sannleikanum, en hann væri auðvitað eigi
nýr — hefði i eðli sínu gilt frá upphafi og mundi var-
anlegur framvegis. En ágreiningsefnin fjarlægðu þá hvern
frá öðrum. Og H. Oeorge skildist við háskólabæinn
fræga með litlum kærleik. Ferðaðist um Bretland í 4
mánuði og hélt síðan heim. — Mentamennirnir og hærri
stéttirnar í New-York, sem fyrir ári síðan fögnuðu hon-
um með veizlum, létust nú eigi sjá hann. — Litlu síðar
fór hann þriðju fyrirlestraferðina til Bretlands.
Árin 1884-86 samdi H. George eitt helzta rit sitt,
og hið þriðja í röðinni, bókina: »Verndarstefna eða frí-
verzlun«.
Verkamannasambandið í New-York skoraði á H.
George, að gefa kost á sér til borgarstjóra, við kosn-