Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 37
Sendibréf
39
geta ekki fundið, ekki skynjað eða skilið nokkur algild
(absolut) sannindi, heldur aðeins það sem réttara, sann-
ara er. Þeir vita vel, að hver svo kölluð sannindi, sem
mennirnir finna, ekki eru nein eilíf sannindi, heldur að-
eins eitt þrep í hinum endalausa stiga, setn mennirnir
eru altaf að klifa, og sjá fyrir hvorugan endan á. En þeir
taka fegins hendi hverri bendingu til þess að komast á
næsta þrepið. Frá sjónarhæð þessara einföldu grundvall-
arsanninda vilja þeir ræða málefni þau, er þeim liggja á
hjarta, og þeir hyggja að hjálpað geti til þess að kom-
ast á næsta þrepið.
F*ér segið að þessir flokkar, sem þér hafið lýst með
svo mikilli vísindamanns nákvæmni, nefnilega sósíalistar
og Georgistar standi »mjög öndverðir hver öðrum«, og
að kenningar þeirra séu því ekki sem heppilegastur
grundvöllur til að byggja á fræðslurit.
Þetta á nú líklega að sýna mönnum, hversu sjálfum
sér samkvæmir höfundar »Réttar« séu, þar sem þeir ætli
að »berjast« fyrir tveim andstæðum stefnum eða fleiri.
Raunar viðurkennið þér nú samt, að markmið þeirra sé
sameiginlegt, kröfur þeirra raunar hinar sömu
En getið þér nú annars bent mér á eina einustu grein
þekkingarinnar eða vísindanna, sem allir þeir, er hana
stunda, séu sammála um í öllum atriðum? Og væri það
til, mundi það þá vera vottur þess, að sú vísindagrein
væri lifandi og vaxandi grein á stofni lífsins?
Við skulum t. d. líta á læknisfræðina. Eru máske allir
laeknar sammála um alt, sem að læknisfræði og heilsu-
fræði lýtur? Eða eru allar fræðibækur um sjúkdóma og
lækningar, um heilsu og heilbrigði, gagnslausar og »ein-
strengin‘gslegar«, af því læknarnir eru ekki sammála um
öll atriði þessara vísinda? Nei, herra hagstofustjóri. Retta
og þvílíkt getum vér »Réttar«-menn ekki tekið fyrir góða
og gilda vöru. Vér lítum þvert á móti svo á, að fræðsla
og deilur, vel að merkja rökstuddar deilur, um það, sem
vera œtti og verið gœti, séu einmitt rót og undirstaða