Réttur


Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 5

Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 5
Veðrabrigði. 7 góðan, eða þá of lélegan, til að gefa gaum þeim hugsunum, sem annar ber fyrir brjósti. Pað væri hægt að benda á ýms dæmi þess, að tekjur sumra þeirra manna, sem teljast til alþýðustéttarinnar, og til- heyra henni að hugsunarhætti og lifnaðarháttum, eru ekki altaf öllu minni en sumra annara, sem velja sér samleið með heldra fólkinu, sem kallað er, og geta átt samleið með því. Mér er t. d. kunnugt um, að hásetar á fiskiskipum fá nú meiri Iaun en sumir skrifstofuþjónar, eða jafnvel kennarar í ábyrgðarmiklum kennarastöðum. Þó mundu fáir, sem and- lega vinnu stunda, geta unað við þá lifnaðarhætti, sem sjó- manninum þykir fullgóðir. Það þarf ekki annað en nefna híbýlin. Sjómannsfjölskyldan kemst venjulega af með þrengri hýsakynni en kaupmaðurinn eða embættismaðurinn. Er það að sumu leyti eðlilegt, en á þó að nokkru leyti rót sína í því, að sjómaðurinn kann oft og tíðum ekki að meta þau þægindi, sem rúmgóð og snyrtileg húsakynni veita, þó hann hafi efni á að sjá sér fyrir nægilegu húsnæði. Flestir sjó- menn eða verkamenn geta lítið eða ekkert veitt sér af þess- konar þægindum, en þeir finna að jafnaði ekki sárt til þess, ef þeir hafa nægan mat, hæfilega hlýju og annað það, er telst ti! allra sjálfsögðustu nauðsynja. — Enn er ótalið það atriðið, sem bendir einna átakanlegast á það, að munurinn á mönnum er mikill, og það er sá sorglegi sannleikur, að sumir telja sér með engu móti samboðið að snerta á ýmsri vinnu, sem sjálfsagt er talið, að aðrir inni af hendi. Fað liefir oft verið á það minst, og með réttu verið lagt sumu af heldra fólkinu til lasts, að það þættist ofgott, offínt til þess að gegna ýmsum störfum, setn annaðhvort þykja óþrifaleg eða »dóna- Ieg«. En Iægri stéttirnar gera líka afaroft sitt til að halda við þeirri tilfinningu, að sum störf séu ósamboðin heldra fólkinu. Þó oft líti alþýðumenn svo á, að hverjum manni sé það sæmd, að ganga óhikað að hverju sem er, og þótt oft heyrist úr þeim hópi, að sá eða sá sé ekki ofgóður til að snerta á því, sem óhreint er, þá er hitt líka algengt, — miklu algengara én margan grunar, að einmitt alþýðufólkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.