Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 50
52
Réttur.
er ríkust sú hvöt, að varðveita sína hagsmuni og velgengni,
og þar að auki er það algengt, að menn séu blindir í sjálfs
sín sök. Og sérstaklega má búast við öflugu viðnámi þegar
menn þeir, sem hér um, ræðir hafa allgóða mentun og fjár-
magn sér til stuðnings í baráttunni.
Pað er að mínu áliti vafalaust, að þau meðmæli, sem sam-
vinnustefnan hefir hlotið, stafa að mestu frá hinum síðasttöldu
mönnum.
Pað er mjög algengt, þegar hafin eru andmæli gegn ein-
hverju, að hin rétta orsök er lítið höfð framrni. Peir sögðust
ekki vera að vernda sína hagsmuni, dönsku einokunarkaupmenn-
irnir, þegar Skúli fógeti barðist fyrir því, að fá aflétt ókjörum
þeim, sem landið átti við að búa í verslunarmálum á þeirri
tíð. Hitt kváðu þeir deginum ljósara, að verslun í þeirra
höndum, væri eina ráðið til að halda lífinu í Iandsfólkinu.
Sama heyrðist þegar verslun landsins var gefin algerléga
frjáls. Mætti þannig telja þess mörg dæmi, að þegar varð-
veita skal eigin hagsmuni, þá er velferð almennings höfð
sem aðalástæða fyrir mótmælum gegn nýungum.
Þrátt fyrir það, að síðastliðin ár hafa verið erfið í flestu,
sem að verslun lýtur, þá hafa þau verið framfaraskeið fyrir
kaupfélög landsins. Á þessum árum hefir þeim bæði fjölg-
að að mun, og umsetning þeirra aukist stórkostlega. Mun or-
sökin til hins vaxandi gengis þeirra einkum vera sú, að á
þessum árum hafa þau komið skipulagi sínu í fastara og betra
horf, og myndað sambönd sín á milli, um framkvæmdir út
á við og fleira, sem betur fer að unnið sé fyrir þau í sam-
einingu.
Pað er eftirtektavert, að sumt af því, sem nú upp á síð-
kastið, hefir verið fundið kaupfélögunum til foráttu af and-
stæðingum þeirra, hefir ef til vill átt við að meira eða minna
leyti a liðnum árum, en er nú að mestu horfið. Hafa þeir
góðu menn, sem þannig hafa ritað, orðið helst til seinir á
sér með aðfinslur sínar. Og þar sem það er nú fyrst, þeg-
ar kaupfélögin eru í þann veginn að verða laus við »barna-
sjúkdóma« sína, að andstæðingarnir rísa upp með áminningar