Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 44
46
Réttur.
ættu að vera gerðir af nefnd manna, er ferðaðist um alt land,
og auðvitað að vera í samræmi við staðhætti og bornir undir
bæjarvöld. Pað setn frainvegis yrði bygt, yrði alt samkvæmt
hinum nýju uppdráttuin.
Nú eru flest hús úr tré. Viða eru mikil húsþrengsli í
kauptúnum. Steinsteypuhúsin eru að verða algengari. Allar
líkur eru til, að á hinum næstu árum, verði mjög mikið bygt
— bæði endurbygt, og reist ný þorp og nýir bæjarhlutar.
Timburhúsin eiga sér ekki ævarandi framtíð. Sennilegast að
eftir 50 ár verði búið að endurbyggja bæina að mestu. t*að
yrði þá tíminn, sem þarf til þess að koma fullu skipulagi á
byggingarnar. En víða gæti það komið miklu fyr.
Eitt aí því, sem mest hamlar efnalegu og andlegu sjálfstæði
verkalýðs í borgum, er fyrirkomulag atvinnunnar. — Einu
sinni sá eg þar til, sem skip var afgreitt. Tvær verslanir
höfðu menn í vinnu og lágu verslunarhúsin saman. Önnur
verslunin lét skipa fram saltfiski, og var hann fluttur í vögn-
um, er menn drógu. Hin lét flytja kornvöru að verslunar-
húsum, og voru sekkirnir bornir á mannabökum. Mennirnir,
er sekkina báru, voru hinum samferða, er drógu fiskvagnana
tóma til baka. Varla getur gleggra dæmi allrar vinnuskipunar
en þetta. — Heimskuleg notkun inannafls, þar sem hestafl og
hvert annað afl gæti orðið margfalt ódýrara. Og mannaflið
hálfu meira en þurft hefði, með dáh'tilli samvinnu. En þetla
er ekki sérstætt atvik, heldur dæmi þess sleifarlags, sem al-
gengt er við ýmsa vinnu hérlendis, og verður jafnskaðlegt
verkamanni sem vinnukaupanda. Hér þarf aðgerða við. Þetta
er starfsvið, sem verkamannafélögin hafa vanrækt.
Verkamannafélögin eru tvent í senn: Stéttasamtök um at-
vinnu og pólitísk félög. Þetta er erlenda fyrirmyndin. En
eg held að bæði markmiðin hefði betra af að vera aðgreind.
Gerum ráð fyrir að flestir verkamenn fylgi félagsstefnu, sem
rangnefnd hefir verið »jafnaðarstefna«. En fleiri geta verið
félagssinnar en verkamenn. Félagssinnar úr öllum stéttum
mynda sín flokks-samtök og kosningasambönd. Algerlega