Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 48
Samvinnufélögin og andstæðingarnir.
Pau eru'l’eigi fá, þjóðmálin okkar Islendinga, sem hafa vald-
ið umræðum — og oft og einatt deilum — á hinum síðustu
árum. Samband Iandsins út á við, stjórnarskipun innan-
lands, fjárhags og skattamál og margt fleira, hefir gert það
algerlega óþarft, að landsmenn svæfu svefni hinna andvara-
lausu. Nú síðustu tvö árin, eða litlu Iengur, hefir nýtt á-
huga og ágreiningsmál bæst við í hópinn, þar sem er barátt-
an milli hinnar eldri og nýrri stefnu viðskiftamálanna, kaup-
mannaverslunarinnar og kaupféíaganna.
Pað mun varla orka tvímælis, að deilur og flokkaskifting
yfirhöfuð sé eitt af því nauðsynlega. Pað fer vel á því, að
mikilsvarðandi mál séu rædd og íhuguð vandlega, og spillir
hvergi þó kapp og fjör sé í umræðum, einkum í byrjuninni.
»Því meir sem geysist, því ljúfar Ieysist,* segir skáldið. Á
eftir ofsanum kemur viturleg og róleg íhuguti málefnisins, og
síðan eindrægni og samvinna við framkvæmdirnar.
Mér hefir ætíð þótt fara ve! á því, að upphafið á greinar-
gerð hvers nauðsynjamáls fari fram í blöðunum, en fram-
haldið, hógvært og öfgalaust, sé hlutverk tímaritanna. Munu
tímarit samvinnumanna eiga það hrós skilið, að þar hafi still-
ing og gætni jafnan skipað öndvegið — að minsta kosti
undir handleiðslu hinna eldri forvígismanna, sem stjórnuðu
þeim fyrstu árin. Vænti eg að sömu regiu verði fylgt þar,
þótt yngri menn taki við. Og í eftirfylgjandi grein, sem
fjallar um verslun kaupfélaga og kaupmanna, og mismun á
leiðum og aðferðum beggja, mun leilast við að sýna and-