Réttur


Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 26

Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 26
28 Rétiur. Persíu í hagsmunasvæði, með aðstoð fjármagnsins. Pannig mætti lengur telja; og það væri eigi að síður satt, að sjálf- stæðið þarf að koma að innan frá. En það er eigi nóg, að fjármagnið sé til í landinu og þekkingin, í höndum og höfði fárra manna. Alt valdið er nú lagt í almenningshendur. Og almenningur þarf að verða svo efnum búinn og mentur, að hann geti sjálfstœður heit- ið; sé fær að dæma um þjóðmálin, og verði ekki að at- kvæðapeðum þeirra hananna, er hæst gaia og gullnastar hafa fjaðrirnar. Sjálfstæð þjóð þarf að vera samsett af sjálfstæðum og samheldnung einstaklingum, ef hún á að mynda til langframa sjálfstæða og sérkennilega heild og »sjálfstætt ríki«. Pess- vegna þurfa nú að verða tímamót í viðreisnarsögu þjóðar- innar. Hún hefit* nú í marga mannsaldra barist fyrir sjálf- stjórn sinni. Nú er hún fengin. Pá hlýtur baráttan að snú- ast að því, að gera þjóðina færa um að stjórna sér sjálf. Skólarnir eru nauðsynlegt menningarmeðal, ef ala skal upp vitra þjóð og fróða, hrausta drengi og dugandi. En ekki eru þeir undirstaðan, né aðalatriðið í uppeldismálunum. Áhrif skólanna, hve góðir sem þeir eru, eru hverfandi fyrir áhrif- um heimilanna, fyr og síðar á mannsæfinni. Á góðum heim- ilum vex börnunum menningarþróttur, sem venjulega er trúrra veganesti, en flest annað. En Iélegt heimili, menning- arlaust, ósiðað, sundurleitt og áhrifalaust, elur upp kynslóð, sem skólarnir geta ekkert við ráðið. Að börnin alist upp á góðum heimilum, er aðalskilyrðið fyrir því, að þau verði góðir borgarar. íslendingar hafa verið landbúnaðarþjóð. En þetta er að breytast. Fleiri og fleiri lumdraðshlutar þjóðarinnar verða að kaupstaðarbúum og sjóþorpalýð. En í þessu liggur, að mínu áliti, stórhætta fyrir þjóðernið og þjóðaruppeldið. Góð sveitaheimili hafa langbest uppeldisskilyrði. Pað er alment viðurkent af flestum uppeldisfræðingum. Borgirnar eyðileggja heimilisáhrifin, heimilin eru þar eigi jafnsamúðarmiklar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.