Réttur


Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 12

Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 12
14 Réttur. Lítum niður í hásetaklefa fiskiskipanna okkar, eða í hóp sjómanna á landlegudegi. Hvað heyrum við þar? — Klúrt orðbragð, ruddaleg ávörp, efnislítið hjal um daginn og veg- inn. Þegar best lætur segir einhver úr hópnum frá svaðil- förum í siglingum, og aðrir hlýða á, sér til ánægju. Eða þeir hælast um framkomu sína við kaupmanninn og fína fólkið í kaupstaðnum. Pekkjum við ekki fiskverkunarkon- urnar, skrafið þeirra við þvottakörin og fiskstaflana, eða þá hjalið síldarstúlknanna við kaísana? Finst okkur það ekki bera vott um þröngan eða lítið heflaðan hugsunarhátt? Vit- um við ekki hvað helst ber á góma hjá bændunum í sveit- inni, þegar þeir hittast á mannamótum? Oftast er það eitt- hvað um búskapinn og sveitarhagina, annað finst þeim sjaldan að þeir þurfi að ræða sín á milli. Við vitum líka um hefð- arkonurnar í kaupstöðunum. Yfir borðum, alsettum dýrind- iskræsingum, spjalla þær af miklum móð um dýrtíðina og vandræðin, og þess á milli hnígur samtalið að húshaldinu hjá nágrannakonunum og vinnukonuvandræðunum hjá þeim sjálfum. Og ungu stúlkurnar, sem alast upp í kaupstöðun- um. Fegar eg nefni þær, dettur mér í hug það, sem einn af okkar mestu mentamönnum sagði við fróðleiksfúsa sveita- stúlku, er hún var að miklast yfir því, hvað það gæti verið ment- andi að eiga heima í höfuðstaðnum: »Oh, eg veit ekki,« sagði hann. »Eg held að allur fjöldinn verði ósköp heimsk- ur af að vera hérna. Talið þér bara við ungu stúlkurnar hérna í Reykjavík. Vitið þér hvað þær eiginlega ge(a talað um. — Jú, skemtanirnar, skautaferðirnar, hver hafi fylgt þeim heim af síðasta dansleik og hvernig þær eigi að vera búnar á þeim næsta. Annað er það ekki.« — Skólapiltarnir tala um vitleysurnar, sem þessi eða hinn hafi sagt við yfirheyrsl- una, um lexíulestur og prófhorfur, og svo, þegar lengst er hugsað fram í tímann, þá er verið að bollaleggja hvað mað- ur eigi að verða, til þess að hafa nú eitthvað upp úr allri skólasetunni. Við þekkjum alla þesáa flokka, líka hér á landi, og ótal marga aðra. — Rekkjum þá segi eg. — Ef við erum þá ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.