Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 42
44
Réttur.
Þessi eru aðalaíriðin við hina nýju bæjaskipun, sem auð-
vitað verður ærið misjöfn eftir staðháttum. Bendir flest
á að hún hafi marga heilsufræðislega kosti, og geti orðið fuit
svo ódýr og sú ruslakistu óskipun, sem nú ríkir, jafnvel í
sjálfum höfuðstaðnum.
En hún virðist einnig hafa mikla menningarlega yfirburði.
Smáu húsin styðja að sjálfs-íbúð. Leiguhúsin stóru, þar sem
allskonar fólki er hrúgað saman og leigjendur koma og fara
oft á ári, mundu hverfa. En mikið er í það varið, að bæja-
menn eigi íbúð sína, fyrir sjálfstæði þeirra og þroska; eink-
um ef liúsinu fylgir svolítill skrúðgarður og hlutdeild í rækt-
uðu nytjalandi. f*að getur veitt nokkuð af þeirri rótfestu,
fastlyndi og átthagatrygð, sem oft vantar í þorpum. Það er
nokkurs virði að þykja vænt um húsið sitt. Átthagaást er
móðir ættjarðarástar. Hvorutveggja byggist meir en margan
grunar á trygðinni og innileikanum, sem bundinn er við æsku-
heimkynnið og híbýlin.
Pá hefir skrúðgarðurinn menningargildi. Einhvers virði er
það, ef börnin væru látin annast trén og blómin, svo að
þeim þætti vænt um garðinn. Fegurðin göfgar, og umhyggj-
an fyrir litlu jurtabörnunum. Ef að börnin hjálpa til við
garðræktina að húsabaki, eiga sér þar leikvelli, og aðra stærri
utanbæjar, úti í frjálsri náttúrunni, um tún og skógarlundi,
þá mundu þau njóta náttúrugleði, sem er jafnheilnæm ogstræta-
gleðin getur verið óheilnæm. Sjálft skipalagið á byggingu
bæjarins er mentandi! Óreglan og fegurðarleysið í skipulagi
og byggingum sjóþorpanna okkar er sálardrep. Svo má ljótu
venjast að gott þyki. En slíkt er að venja sig á andlegt eitur.
— Sagt er að íslendingar séu flestum mönnum fjölhæfari og
fljótir að átta sig á nýjum verksviðum. Alþýða manna hér,
mun hafa víðari sjóndeildarhring og minna starfbundinn, en
víða gerist erlendis. Munu þessir eiginleikar inest að þakka
margbreyttum störfuin og erfiðum viðfangsefnum, sem bún-
aðurinn hef:r lagt fyrir hug og hönd, þar sem flestir mæltu
taka undir með St. G. St.: »Lönguni var eg læknir minn,«
o. s. frv.