Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 31
Rœktun og sjálfstœði.
33
telja, að það væri mjög óhentugt, að nokkur búandi hefði
ræktað land eitt, til allra nytja, meðan að til eru slík kynstur
af óræktuðu beitilandi, þar sem fénaðurinn getur gengið sjálf-
ala mikinn hluta ársins. Efalaust er hagfeldast, að rækta fyrst
þau svæðin, sem best leggja til beitarskilyrði. Beitin á hin-
um takinarkalausu haglenduin í heiðum, hraunum og fjöllum,
er það, sem gelur gert hvern ræktaðan blett svo arðsaman
hér á Iandi. þessvegna hygg eg, að grasbýlin geti aldrei
hagkvæm orðið, nema í þéttbýlishverfum og landþrengslum
við sjó.
Annar annmarki grasbýlanna er það, að ræktuð jörð gef-
ur hér ekki arð þegar í byrjun. Grasbýlisbóndinn jaarf að
leggja fram í upphafi mikinn kostnað við byggingar, girð-
ingar og jarðiækt, en fær ekkert í aðra hönd fyr en eftir
tvö —þrjú ár. Petta eru svo örðug kjör, að enginn maður,
efnalaus, getur reist slíkt býli, nema hann styðjist við aðra
atvinnu; og þeir sem eitthvert bein hafa í hendi, mundu
frekar velja aðra kosti. Pá mundi og áburðarleysi verða
örðugur þröskuldur á vegi grasbýlanna. En setjum nú svo,
að grasbýli væru möguleg og kæmu til og frá um sveitirn-
ar — innan um hinar stærri jarðir. Við fengjum þá hing-
að stétt, sem væri efnaminni en bændur alment, og hlyti að
verða þeim,háð á ýinsan hátt. Eg álíí það alls ekki þjóð-
holt — heldur beinlínis hættulegt, að skapa hér nokkurskonar
sveita-öreiga (proletarista).
Meginstyikur íslensku sveitamenningariimar hefir einmitt
verið jöfnuður á kjörum manna, sem liefir gert að verkum,
að allir liafa getað borið höfuð hátt. Ef að er gáð víðs-
vegar um sveitirnar, mun það sjást, að alþýðumenningin er
frjóust, þar sem efnahagurinn og jarðirnar eru með mestum
jöfnuði.
Pó eg sé smábýlunum mótfallinn ahnent, álít eg þó, að
þau eigi sitt hlutverk í ræktun landsins. Sjómennirnir, sem
dreifðir eru um strendurnar, og eigi búa í mjög stórum þorp-
um, ættu að eiga grasbýli, þó þeir stundi fiskiveiðar sem
3