Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 39
Rœktun og sjálfstœði.
41
innar, liggja í hinu nýja fyrirtæki. Og lánsskilyrðin ættu að
vera svo ströng, og eftirlit hans svo gott, að fyrirtækin þyrftu
varla að velta um.
Þannig hygg eg að ræktunar-bankinn ætti sjálfur að annast
hin stærri lán, sem eru til jarðræktarfyrirtækja, sem velta á
mörgum þúsundum króna. En útibúin ættu að vera hvoru-
tveggja í senn, sparisjóðir bænda og lánveitendur í smærri
stíl, t. d. til smá endurbóta á jörðunum, verkfærakaupa, húsa-
bygginga og margs annars. Lán úlibúanna mættu vera sjálf-
skuldarábyrgðarlán til skemmri tíma; en Ián bankans sjálfs,
stærri fasteignarveðlán, til langs tíma. Mundi, að minni hyggju,
þetta verða tryggasta leiðin til þess að afla jarðræktinni veltu-
fjár, sem kæmi að notum, og yrði sæmilega vel trygt. En
eg skal játa, að mjög brestur mig þekkingu í bankamálum,
og kunna aðrir að sjá agnúa á þessu máli.
— A undanförnum árum hefir allmiklu fé verið varið úr
landssjóði til búnaðarmála; en því hefir eigi öllu verið hyggi-
lega úthlutað. Alt of lítil rækt lögð við að auka innlenda
búnaðarþekkingu. Landið á, gegnum búnaðarskólana og Bún-
aðarfél. íslands, að afla reynslu um, hvað sé heppilegast að
gera Iandbúnaðinum til þrifa; og stofna þannig til innlendrar
búfræði. Reyna allar ræktunaraðferðir, sem eiga við staðhætti
landsins, og helstu landbúnaðarvinnuvélar. Slíkar tilraunir til
breytinga á búnaðarháttum, geta valdið einstaklingum ofmik-
illar áhættu, þó þær séu almenningi nauðsynlegar.
Þegar landið hefir, með fjárveitingum og tilraunastarfsemi,
skapað innlenda búfræði, á það, með búnaðar-námskeiðum,
flugritum og umferðabúfræðingum að kenna bændunum að
húa, veita ráðleggingar um ræktunarfyrirtækin, og gera nýj-
ungar í búnaði almenningi kunnar.
Landið þarf einnig að stofna til stærri ræklunarfyrirtækja,
styrkja þau í byrjun og útvega lán til þeirra. Rað ætti að
styrkja nýbýlismenn, sem byrja með tvær hendur tómar á
ræktarlausri jörð, eftir tillögum búnaðar-ráðanauta. Styrkja
Þ^rf alla þá starfsemi, sem miðar að auknu landnámi, en á í
vök að verjast í byrjun. Aftur á móti virðist, að almenni