Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 67
Neistar.
69
»Fölskum róm«, segir skáldið. Er það leyfilegt að álykta sem
svo, að það telji ekki skortinn á mönnunum — starfsmönnun-
um, eins mikinn og alment klingir. Pað gefur aftur bendingu
um það, að fleira muni máske boðlegt, en talið er á okkar
dögum, og er óneitanlega freistingarefni, að reyna til að færa
þessum ályktunum stað.
Við heyrum daglega svo til orða tekið, og kveðum sjálf
svo á. að þessi og hitin sé ekki »hæfur« — ekki hæfur til
þess, sem hann á að gera eða gerir. Petta segjum við ekki
ætíð af þekkingu, heldur máske öllu fremur af ótta við hina
stóru og glæsilegu nútíðarmenningu, annað tveggja til að fegra
sjálfa okkur, með gulllituðu mistri menningar og visku, sem
þá kemur fram í »krítik« — eða þá af einlægni og sannfær-
ingu, sem, án þess við vitum, á oft og tíðum sömu ræturn-
ar sem sé: óttann við menninguna. Eg þarf ekki að nefna
nein dæmi, því við þekkjum þetta öll. Af sömu rótum er
hitt einnig runnið, þegar við segjum um það, sem fram er
borið, hvort heldur það er efnislegt eða andlegt, framborið af
okkur sjálfum eða öðrum, að það sé »ekki boðlegt«. Óttinn
við menninguna knýr þetta fram.
Pessi menningar-ótti kitlar og knýr okkur til þess að láta
okkur fátt um finnast. — Pað er menningarlegra en að verða
hrifinn af smámunum. Pessi ótti við menninguna kemur okkur
jafnvel til þess, að dæma hluti, sem við höfum ekki snefil af
þekkingu á, og kemur okkur þrásinnis til þess, að koma 'alt
öðruvísi til dyra, en við erum í raun og veru. Við höfum alls
ekki látið okkur hugkvæmast, að menningin — hin sanna menn-
>ng — ætti sér neinar rætur í okkur sjálfum. Nei, við höldutn
að menningin sé utanað komandi: Gullfugl úr bláloftinu, sem
ekki eigi heimilisfang hjá okkur, en sem þó sé afarmikilsvert
að hafa séð fljúga, heyrt syngja, eða, ef til vill, jafvel snert
kambinn á. Fví meira sem við þykjumst hafa kynst honum,
°g því meiri sögur, sem við höfum um hann heyrt, því minna
finst okkur um hitt fólkið, og því harðar dæmum við orð
þess og gerðir, og því þykkri dúðum vefjuin við okkar insta
eðli, áður en við göngunt til dyra.