Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 23
Veðrabrigði.
25
en hún er nú víða, þá þarf enginn að kinnoka sér við að
ganga með jafnaðarmönnum að því, að rífa niður rotið og
gallað þjóðfélagskerfi. Við megum ekki láta blindast af for-
tölum þeirra manna, sem líta á þjóðfélagskipunina eins og
náttúrulögmál, er eigi sé unt að hrófla við. Öll sú félags-
skipun, sem vér lifum undir, er mannaverk. Mennirnir byggja
félagskerfin smátt og smátt, auka við þau og hlaða ofan á
þau öld eftir öld, uns þeir að lokum eru búnir að byggja
svo lengi, hlaða svo hátt, að þeiin finst kerfið vera orðið
náttúrulögmál, lífslögmál, sem ekki geti öðruvísi verið. En
það er misskilningur. Lífið hefir ekki sjálft bygt þjóðfé-
lagshallirnar, sem nú eru orðnar gróðrarstíur aliskonar mis-
réttis og komnar að hruni. Mennirnir hafa gert það. Og
það er hægt að byggja öðruvísi, það hlýtur að vera hægt,
svo framarlega sem menningin á ekki öll að kafna í grimd
og hryðjuverkum. Það verður ekki í þjóðfélagshreysunum,
sem vér þekkjum nú, »sem sannleiki ríkir og jöfnuður býr«.
»Við lifum það kanske ekki landið að sjá,
því langt er þar eftir af vegi.
En heill sé þeim kappa senr heilsa því má
og hvíla sín augu við tindana há,
þó það verði á deyjanda degi.«
f*eir sem ræða um jafnaðarmensku ganga altof oft fram
hjá sjálfri hugsjón jafnaðarstefnunnar, rista annaðhvort ekki
nógu djúpt til að sjá hana eða fá ofbirtu í augun við að
horfa á hana. En það er hætt við því að jafnaðarstarfið
verði köld og kærleikslaus nrammonsdýrkun, ef bjarmi hug-
sjónarinnar fær ekki að senda yl inn í hjörtu mannanna.
En ef hjarta, hugur og liönd fylgjast að við umbótastarfið,
þá skulunr við ekki örvænta unr neitt og ekki vera 'nrædd
við neinar byltingar.
Eg veit að nrargir brosa að þessum «Utopium«, þessunr
draumunr. Mönnum finst, að þeir komi lítið við þeim við-
fangsefnum, sem unibætur á félagsskipun nútímans leggja