Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 45
Rœktun og sjálfstœdi.
47
óháð slíkum pólitiskum félagsskap, ættu verkamannafélögin að
vera stéttarfélag — hliðstæð við búnaðarfélögin og fiskifé-
lagið. í því formi mundu þau njóta styrks og almannahylli.
Fyrsta verkefni slíkra verkamannafélaga, væri að koma fullu
skipulagi á alla daglaunavinnu, alla selda vinnu í kauptúnum.
Verkamannafélögin œttu að vera eini vinnuseljandinn. Ef
einhver atvinnurekandi þarf að láta vinna verk, snýr hann sér
til verkamannafélagsins, sem lætur flokk manna, eða einstakl-
ing, framkvæma verkið »upp á akkord«- Fað hefir verk-
fræðinga í þjónustu sinni og velur hæfustu meðlimi sína til
verkstjórnar, og útvegar hin hentugustu vinnutæki. Pað skiftir
vinnu milli félaga sinna, raðar verkunum niður á árstíðirnar,
og stofnar jafnvel til atvinnufyrirtækja, ef atvinnu vantar.
Verkamannasamband landsins veit livar vantar vinnukraft og
hvar atvinnu. Verkamannafélögin ráða hásetana á fiskiskipin
upp á hlut, þau taka að sér að gera vegi, byggja hús, vinna
allskonar »eyrarvinnu« o. s. frv. Alt saman gegn vissri borgun
fyrir ákveðið verk, en eigi ákveðna klukkutímavinnu. Hver
vinnuflokkur nýtur sinna vinnulauna. Kaup einstaklinganna
verður komið undir dugnaði flokksins, og heppilegum vinnu-
aðferðum.
Auðséð virðist að slík vinnuskipun gæti haft mikla hags-
munalega þýðingu fyrir alla málsaðila. Verkamaðurinn yrði
miklu síður atvinnulaus. Dagkaupið yrði hærra, þótt vinnu-
kaupandi borgaði eigi meira en áður, því að þessu fyrir-
komulagi fylgja betri vinnutæki og aðferðir. Og vinnuselj-
andi hefði Iíka hagnað. Fyrirhöfnin, við að útvega og ráða
verkamenn, hyrfi að mestu,
Þótt vinnulaun verkamanna hækkuðu, mundi kostnaðurinn
við verkið samt verða minni, og verkið taka skemri tíma. En
mestan hag myndi þjóðarheildin hafa, við að tneira yrði
unnið i landinu.
Miklu tel eg það skifta, að losna við þá niðurlægingu,
sem af slæpinslegri daglaunavinnu getur leitt, fyrir verkamann-
mn. Ef félögin veittu verkarnanninum »akkordsvinnu«, mundi
hann fyrir sinni eigin tilfinningu verða sjálfstæður maður,