Réttur


Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 28

Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 28
30 Réttur. Menn fara í sjávarþorpin til þess að verða »sjálfstæðir menn«. — En reynslan virðist, að það sjálfstæði nái æði skamt hjá mörgum þorpsbúanum — naumast út úr þröngu leigu- íbúðinni. Lífið er svo ólíkt því, sem er í sveitum. Vesölustu bændur eru þó konungar í kotríkjum. Þeir vinna sér sjálf- um; þeir ráða sér sjálfum; þar hafa mannkostirnir rýmra verksvið. í þorpunum eru fáir drotnar, en margir þjónar. Þar skiftist fólkið í atvinnurekendur, sem eigi vinna sjálfir líkamlega vinnu, og verkamenn, sem eigi bera fulla ábyrgð daglegra starfa, heldur láta aðra stjórna sér. Alt hið and- lega við verkið, vinnustjórnin, ábyrgðin og nytsemdarhugs- unin, er tekið af hinum »óbreytta verkamanni*. Nýjar vinnu- aðferðir, vandvirkni, kapp og dugnaður kemur sjaldnast þeim sjálfum að notum, heldur vinnuveitendunum. En það mun fremur sjaldgæft nú orðið, að verkamenn leggi mikið í söl- urnar fyrir þá, sem veita þeim atvinnu. Verkamennirnir og hásetarnir verða súrir í huga og sárir á höndum, að strita daga og ár hjá öðrum; án þess að þeim hlotnist sú blessun og menning, sem vinnan getur haft í för með sér og gerir þann bitann sætastan, sem neytt er í andlits-sveitanum. — Sjálfstæðið, sem eftir var leitað, finst ekki nema að litlu í þorpunum. Hér er það stærsta vandamál þjóðarinnar: Að fjölga þeim heimilum, sem fær eru um að ala upp nýta menn og dug- andi. Vissasti vegurinn til þess er, að fjölga býlunum og bændunum, halda fólkinu heima i sveitunum, svo að við höldum áfram að vera landbúnaðarþjóð að mestu leyti, og breyta öllu fyrirkomulagi atvinnureksturs og bygginga í kaupstöðum og sjóþorpum. Búnaður íslendinga hefir hingað til verið fremur bygður á ráni en rækt. Gæði náttúrunnar hafa verið notuð eins og þau komu fyrir, en ekkert gert til þess að auka þau eða jafn- vel viðhalda þeim. Flest lönd hafa verið miklu óbyggilegri fyrir þúsund árum, heldur en nú. Mannshöndin hefir þar ræktað og rutt; þar er alt bygt á ræktun. En ísland er efa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.