Réttur


Réttur - 01.02.1919, Síða 28

Réttur - 01.02.1919, Síða 28
30 Réttur. Menn fara í sjávarþorpin til þess að verða »sjálfstæðir menn«. — En reynslan virðist, að það sjálfstæði nái æði skamt hjá mörgum þorpsbúanum — naumast út úr þröngu leigu- íbúðinni. Lífið er svo ólíkt því, sem er í sveitum. Vesölustu bændur eru þó konungar í kotríkjum. Þeir vinna sér sjálf- um; þeir ráða sér sjálfum; þar hafa mannkostirnir rýmra verksvið. í þorpunum eru fáir drotnar, en margir þjónar. Þar skiftist fólkið í atvinnurekendur, sem eigi vinna sjálfir líkamlega vinnu, og verkamenn, sem eigi bera fulla ábyrgð daglegra starfa, heldur láta aðra stjórna sér. Alt hið and- lega við verkið, vinnustjórnin, ábyrgðin og nytsemdarhugs- unin, er tekið af hinum »óbreytta verkamanni*. Nýjar vinnu- aðferðir, vandvirkni, kapp og dugnaður kemur sjaldnast þeim sjálfum að notum, heldur vinnuveitendunum. En það mun fremur sjaldgæft nú orðið, að verkamenn leggi mikið í söl- urnar fyrir þá, sem veita þeim atvinnu. Verkamennirnir og hásetarnir verða súrir í huga og sárir á höndum, að strita daga og ár hjá öðrum; án þess að þeim hlotnist sú blessun og menning, sem vinnan getur haft í för með sér og gerir þann bitann sætastan, sem neytt er í andlits-sveitanum. — Sjálfstæðið, sem eftir var leitað, finst ekki nema að litlu í þorpunum. Hér er það stærsta vandamál þjóðarinnar: Að fjölga þeim heimilum, sem fær eru um að ala upp nýta menn og dug- andi. Vissasti vegurinn til þess er, að fjölga býlunum og bændunum, halda fólkinu heima i sveitunum, svo að við höldum áfram að vera landbúnaðarþjóð að mestu leyti, og breyta öllu fyrirkomulagi atvinnureksturs og bygginga í kaupstöðum og sjóþorpum. Búnaður íslendinga hefir hingað til verið fremur bygður á ráni en rækt. Gæði náttúrunnar hafa verið notuð eins og þau komu fyrir, en ekkert gert til þess að auka þau eða jafn- vel viðhalda þeim. Flest lönd hafa verið miklu óbyggilegri fyrir þúsund árum, heldur en nú. Mannshöndin hefir þar ræktað og rutt; þar er alt bygt á ræktun. En ísland er efa-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.