Réttur


Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 41

Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 41
Rœktun og sjálfstœði. 43 fái nægilegt og hentugt fjármagn, og taki í þjónustu sína allar þær nýtísku vinnuaðferðir, vélar og áhöld, sem honum mega að gagni koma. Í upphafi máls gat eg þess, að heppilegast mundi íslensku þjóðerni og þjóðarsjálfstæði, að við héldum áfram að vera bændaþjóð. Tel eg þetta svo nauðsynlegt, að mér nægir það ekki, þótt bændurnir séu bændur, heldur vildi eg að þeir> sem búa í borgum og þorpum, verði nokkurskonar bændur líka; eða öðlist nokkuð af þeirri aðstöðu til menningarþroska, sem sveitalífið getur veitt fram yfir borgalíf hins fátæka verka- manna fjölda. Erlendis hefir hin síðari ár fyrir stríðið verið ritað allmikið um nýja tegund bæja, sem reynd hefir verið á stöku stað og gefist vel. Heita þeir á ensku: Garden C'ties, en á dönsku »Havebyer«. Á íslensku mættu þeir heita: »Gróðrarborgir« eða »Gróðurþorp« eftir stærðinni. Guðmundur prófessor Hannesson hefir ritað um, hvernig þeim yrði helst fyrirkomið hér á iandi. En ritsmíð lians mun í fárra höndum, vil eg því drepa á helstu meginatriðin. Hinn eðlilegi miðpunktur bæjarins er venjulegast t. d. við höfnina. Par eru há hús og stór: verslanir, verksmiðjur, bankar, skrifstofur, opinberar byggingar og samkomuhús. Par fer allur stærri atvinnurekstur fram, alt það, sem almenningur þarf daglega að sækja. En í þessum bæjarhluta eru engin íbúðarhús. Út frá honum liggja götur með íbúðarhúsum. Húsin eru lág en samföst með götunni, hvert ætlað sinni fjölskyldu. Gatan sjálf hefir venjulega breidd, en forgarður er fyrir hverju húsi með blómum og trjám; öll götubreiddin verður svo, að vel nýtur sólar. Að húsabaki eru rýmindi fyrir inatjurtagarða og smáleikvelli handa börnum. Bæirnir eiga að hafa yfir miklu landrými að ráða. Heppilegast mundi hverju kauptúni að kaupa næstu jarðir. Landi bæjarins er skift með girðingum í beitiland, tún og matjurtagarða. Þar eru einnig leikvellir, skíðabrautir og skauta, ef til vih rækt- aður skógur og skemtigarður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.